fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Margt bendir til þess – „Þetta verður hættulegt fyrir okkur öll. Þetta mun gera heiminn hættulegri“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 09:00

Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar heimildir benda í sömu áttina. Að Rússar séu hugsanlega að undirbúa sig undir stórsókn í Úkraínu og að ekki sé langt í að hún hefjist. Ef það gerist þá eru það slæm tíðindi fyrir okkur öll.

Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á mánudaginn þegar hann var í heimsókn í Suður-Kóreu. Hann sagði ekki hægt að segja til um hvenær stríðinu lýkur.

„En það sem við vitum er að þetta er árásarstríð. Þetta er stríð sem Pútín forseti ákvað að hefja. Hann ákvað að ráðast inn í annað land, fullvalda evrópskt lýðræðisríki. Pútín getur bundið enda á stríðið í dag,“ sagði Stoltenberg og bætti við að vandinn sé að „engin merki sjáist“ um að Pútín eða aðrir rússneskir valdamenn séu að undirbúa frið. „Við sjáum hið gagnstæða. Við sjáum að þeir eru að undirbúa sig undir meiri átök, að þeir herkveða fleiri hermenn, fleiri en 200.000 og hugsanlega enn fleiri en það,“ sagði hann.

„Þetta verður hættulegt fyrir okkur öll. Þetta mun gera heiminn hættulegri,“ sagði hann einnig.

Hann vakti einnig athygli á að Pútín og rússneski herinn séu sífellt að verða sér úti um ný vopn og skotfæri. Meðal annars með því að framleiða þau innanlands og með því að kaupa þau frá öðrum einræðisríkjum, til dæmis Íran og Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu