fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Ásmundur Einar fékk að kenna á því í Handkastinu – „Stjórnmálamaður sem hefur ekki gert rassgat fyrir íþróttir síðan hann fæddist“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. desember 2023 19:00

Þáttarstjórnendur sögðu Ásmund reyna að draga athygli frá íþróttafólkinu sem hefði unnið sér inn þátttökurétt á stórmóti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fékk rækilega að kenna á því í nýjasta þætti handboltahlaðvarpsins Handkastsins. Þáttarstjórnendur hraunuðu beinlínis yfir hann og töldu hann vera að draga athygli frá íþróttafólki sem borgaði steikurnar og rauðvínið ofan í hann.

,,Djöfull fer það í taugarnar á mér að sjá Ásmund Einar Daðason alltaf í stúkunni. Í alvörunni, á hverju einasta stórmóti,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, títt nefndur Sérfræðingurinn, í þættinum sem birtur var í gærkvöldi. Tilefnið var viðvera Ásmundar á HM kvenna í Stafangri.

„Þetta er íþróttafólk sem hefur unnið sér inn þátttökurétt á stórmótum og þá kemur einhver stjórnmálamaður sem hefur ekki gert rassgat fyrir íþróttir síðan hann fæddist og er alltaf í sviðsljósinu í fjölmiðlum og stúkunni og reynir að draga að sér athyglina. Drullaðu þér heim til þín. Það erum við sem erum að borga fyrir það að hann sé þarna úti og við sem erum að borga fyrir allar steikurnar sem hann fær og rauðvínsflöskurnar sem hann fær sér þarna bæði á kvöldin og á nóttunni. Djöfull fer þetta í taugarnar á mér,“ sagði Arnar með mikilli áherslu.

Svikin loforð

Undir þetta tók Styrmir Sigurðsson þáttarstjórnandi. Sagði hann stjórnmálamenn ekki kunna að skammast sín eða hafa nokkra sómakennd.

„Það sem ég velti fyrir mér er hvort hann sé að koma að taka í hendina á liðinu. Ég myndi ekki heilsa þessu eftir öll þessi loforð sem hann er búinn að svíkja, um þessa blessuðu þjóðarhöll og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Styrmir.

Skita vikunnar

Viðtal við Ásmund sem birtist á Vísi þann 3. desember fór sérstaklega fyrir brjóstið á Arnari Daða. En í viðtalinu var greint frá því að Ásmundur hefði hitt Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins IHF í nokkur skipti í Stafangri og lofað að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll.

„Ég er búinn að vera að hugsa um þetta í allan dag og alla vikunna, frá því að hann kom í þetta viðtal og var voða stoltur af því að hafa talað við forseta IHF, sem er mesti glæpamaður sem fyrirfinnst. Allt í einu voru þeir orðnir svaka góðir vinir. Jájá, verði þér að því,“ sagði Arnar Daði. Útnefndi hann þetta sem „skitu vikunnar.“

Einnig fór ferð á veitingastað í Ungverjalandi fyrir brjóstið á Arnari Daða.

„Ég varð vitni að honum í Ungverjalandi. Ég vissi að ég var að borga fyrir steikina sem hann var að fá þarna og hverja rauðvínsflöskuna sem hann fékk á steikhúsinu. Svo er hann mættur á hvert einasta stórmót.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Í gær

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Í gær

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér