fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Mæla með að skipta út fimm tegundum fisks fyrir aðrar fimm – Þorskur og lax af disknum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 31. desember 2023 22:30

Skipta ætti út þorski fyrir lýsing að mati samtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku hafverndarsamtökin Marine Conservation Society (MCS) hafa gefið út leiðbeiningar um þær tegundir fiska sem borða ætti í staðinn fyrir tegundir sem ekki eru veiddar á sjálfbæran hátt. Þorskur, ýsa og lax eru á meðal þeirra tegunda sem ætti að skipta út að þeirra mati.

„Ósjálfbærar sjávarafurðir er ein mesta ógnin við höfin. Neytendur ættu að spyrja hvað, hvaðan og hvernig tegundirnar eru veiddar,“ sagði Charlotte Coombes, gæðastjóri hjá MCS.

Að sögn Coombes ættu neytendur að skipta út hinum „stóru 5“ tegundum. Bretar borða vanalega fisk einu sinni í viku og í 80 prósent tilfella eru það þessar fimm.

Þorskur er efstur á blaði, oftast notaður í þjóðarrétt Breta fisk og franskar. MCS mæla með því að borða lýsing í staðinn.

Ýsa er einnig oft notuð í fisk og franskar. MCS mæla frekar með að borða rauðsprettu, flatfisk sem einnig gengur undir heitinu skarkoli eða lúra.

Lax hefur verið mikið í umræðunni, einkum í tengslum við slysasleppingar og sjúkdóma í sjókvíaeldi. MCS mælir frekar með regnbogasilungi.

Túnfiskur er ekki fæða sem MCS mælir með, sérstaklega ekki veiddum úr Kyrrahafi eða Indlandshafi. Frekar telja samtökin að það ætti að borða sardínur, sem synda við strendur Bretlands.

Rækjur ætti að forðast að mati MCS, sérstaklega risa og tígrisrækjur sem veiddar eru við strendur Indlands, Víetnam og Indónesíu. Kræklingur er hins vegar sú sjávarfæða sem er hvað sjálfbærust að mati samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“