fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Skott og eyrnastýfðir Doberman hundar fluttir inn – Aðgerðin bönnuð á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 20. desember 2023 12:45

Mikil umræða hefur skapast um ágæti eyrna og skottstýfinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á því að fluttir séu inn til Íslands Doberman hundar sem skottið hefur verið klippt af og eyrunum breytt þannig að þau standi upp í loft, svokallaðar skott og eyrnastýfingar. Aðgerðir sem þessar eru bannaðar á Íslandi og Hundaræktarfélag Íslands mun banna sýningar á stýfðum hundum árið 2025.

Nokkuð mikil umræða hefur skapast um málið á Facebook-grúbbunni Hundasamfélaginu þar sem bent er á að skott og eyrnastýfðir hundar hafi sést, jafn vel enn þá með umbúðir. Leiða má hins vegar að því líkur að þetta séu allt saman innfluttir hundar þar sem aðgerðir sem þessar eru bannaðar á Íslandi.

Bannað á Íslandi

Í 16. grein laga um dýravelferð, það er um aðgerðir og meðhöndlun, segir:

„Skurðaðgerðir, þar á meðal fjarlæging líkamshluta eða fegrunaraðgerðir, skulu ekki framkvæmdar nema af læknisfræðilegum ástæðum. Þó er heimilt að fjarlægja horn, spora af dagsgömlum hönum og gelda dýr. Merkingar á dýrum eru einnig heimilar í samræmi við lög og reglugerðir sem um þær gilda.“

Matvælastofnun hefur heimild til þess að vörslusvipta fólk dýrum og leggja á tímabundið bann við dýrahaldi þar til dómur hefur fallið. Brot við 16. grein geta varðað sektum og fangelsi allt að einu ári.

Þá er einnig tekið á málinu í sýningarreglum Hundaræktunarfélags Íslands. Í reglum sem samþykktar voru í mars á þessu ári segir að óheimilt sé að sýna skott- og eða eyrnastýfða hunda sem fæddir eru á Íslandi. Einnig hunda sem eru fluttir inn frá landi þar sem skott- og eða eyrnastýfingar eru bannaðar.

„Óheimilt er að sýna alla skott- og/eða eyrnastýfða hunda frá og með 1. janúar 2025.“

Erna Ómarsdóttir, formaður HRFÍ, segist ekki hafa heyrt af því að fólk fari með íslenska hunda erlendis til að láta stýfa þá.

Einnig er það skýrt í okkar reglum að ekki er hægt að skrá hunda sem fæddir eru á Íslandi séu þeir skott- og/eða eyrnastýfðir, eða koma frá öðrum löndum þar sem stýfingar eru bannaðar, segir hún.

Skiptar skoðanir

Í umræðunum eru skiptar skoðanir um ágæti aðgerðanna. Sumir segja þær hégóma. Að þetta sé aðeins gert til þess að hundurinn líti betur út. Þetta stýfða útlit sé ákveðið „lúkk“ sem eigandinn vilji hafa á hundinum.

Skott og eyrnastýfður Doberman hundur.

Aðrir segja að aðgerðirnar séu gerðar vegna velferðar hundsins. Það er að Doberman hundar sveifli skotti sínu af miklum krafti án þess að ráða mikið við það og eigi það því til að meiða sig eða brjóta skottið. Einnig að ef eyrun eru stýfð þá sé minna um sýkingarhættu og meiðsli í eyrum.

Oft gert án deyfinga

Á vef breska dýralæknasambandsins, BVA, segir að eyrnastýfingar þar í landi séu orðin að tískubylgju. En aðgerðirnar eru samt bannaðar í Bretlandi.

Sagt er að eyrnastýfingar sem dæmi séu oft framkvæmdar án nokkurrar svæfingar eða deyfingar og séu hundunum mjög sársaukafullar.

Náttúrulegt útlit Doberman hunds.

„Eyrnastýfingar eru gerðar eingöngu af útlitslegum ástæðum, til að láta hunda líta út fyrir að vera „harðari“ eða „sterkari“. Það fylgir þessu enginn ávinningur fyrir hundana sjálfa. Þvert á móti þá setur þetta velferð þeirra í hættu,“ segir á vefnum.

Í aðgerðinni, þar sem brjósk er skorið í sundur, sé sýkingarhætta sem og þegar skipt er um umbúðir, sem sé sársaukafullt fyrir hundinn í hvert skipti.

„Eyrnastýfingar bæta ekki heyrn hunda og koma ekki í veg fyrir sýkingar,“ segir þar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum