fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Gosið að dragast saman – Sprungur geta opnast fyrirvaralaust

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 12:53

Frá gosstöðvunum. Mynd: Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftur eldgossins sem hófst við Sundhnúksgíga í gærkvöldi heldur áfram að minnka. Þetta kemur í nýrri tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningunni segir að hraunflæði sé gróflega áætlað um fjórðungur af því sem það var í byrjun og sé þriðjungur upphaflegu sprungunnar virkur. Kvikustrókar séu einnig lægri en í byrjun goss, um það bil 30 metrar þar sem þeir nái hæst. Þessar tölur byggi á sjónrænu mati úr könnunarflugi, annað mælingaflug sé á áætlun kl. 13 í dag þar sem skýrari mynd fáist af þróun virkninnar.

Þróun gossins svipi til eldgosa við Fagradalsfjall þar sem gossprungurnar séu byrjaðar að draga sig saman og mynda stök gosop. Á þessum tímapunkti séu um fimm gosop dreifð eftir upphaflegu sprungunni.

Samkvæmt upplýsingum vísindafólks sem fór í seinna þyrluflug Landhelgisgæslunnar um kl. 4:00 í nótt hafi heildarlengd gossprungusvæðisins ekki breyst mikið frá því í upphafi. Lítil virkni hafi verið við suðurenda sprungunnar við Hagafell og mesta hraunrennslið leiti í austur í átt að Fagradalsfjalli. Tveir taumar nái í vestur, báðir norðan við Stóra-Skógfell.

Í dag berist gosmökkurinn undan vestan og norðvestan átt. Gasmengunar gæti orðið vart í Vestmannaeyjum í dag, en ekki annars staðar í byggð. Samkvæmt veðurspá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða í fyrramálið.

Verið sé að vinna nýtt hættumatskort og verður það gefið út síðar í dag.

Vísindamenn virðast sammála um að Grindavík sé ekki í bráðri hættu en Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við RÚV að búast megi við því að fleiri sprungur geti opnast fyrirvaralaust.

„Það myndaðist samfara þessu líka kvikugangur sem gosið kom upp úr og hann nær talsvert sunnar og norðar en gossprungurnar sjálfar og við getum alveg búist við því að það byrji að gjósa úr þeim fyrirvaralaust. Eins og gerðist raunar í Fagradalsfjalli, það gerðist einhverjum dögum og minnir mig vikum eftir upphaf goss,“ sagði Benedikt við Rúv.“

Benedikt segir erfitt að spá fyrir um framhaldið og það sama segir starfsbróðir hans Magnús Tumi Guðmundsson, einnig í samtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“