fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið í Drangahrauni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 16:56

Maciej Jakub Talik, Myndin var tekin við upphaf réttarhaldanna í október. Mynd: DV/KSJ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Maciej Jakub Talik í sextán ára fangelsi fyrir að stinga Jaroslaw Kaminski, meðleigjanda sinn, til bana þann 17. júní í Drangarhrauni í Hafnarfirði.

RÚV greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna.

Maciej, sem er 39 ára gamall, stakk Jaroslaw til bana með hnífi en bar við sjálfsvörn. Það var ekki tekið trúanlegt fyrir dómi. Hann sakaði hinn látna einnig um að hafa beitt sig fjárkúgunum. Morðið var framið eftir að mennirnir höfðu setið lengi að sumbli. Réttarlæknir sem kom fyrir dóminn sagði sárin á líkama Jaroslews benda til árásar fremur en sjálfsvarnar.

Sjá einnig: Meintur morðingi í Drangahrauni segir hinn látna hafa fjárkúgað sig – „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“