fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Meintur morðingi í Drangahrauni segir hinn látna hafa fjárkúgað sig – „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. október 2023 10:30

Maciej Jakub Talik, Myndin var tekin við upphaf réttarhaldanna í október. Mynd: DV/KSJ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjaness réttarhöld yfir Maciej Jakub Talik, 39 ára gömlum manni, sem talinn er hafa myrt samlanda sinn, Jaroslaw Kaminski, aðfaranótt 17. júní síðastliðinn, að Drangahrauni í Hafnarfirði.

Sjá einnig: Hryllingsnóttin í Drangahrauni – Meintur morðingi mættur í dómsal

Dómari í málinu, Þorsteinn Davíðsson, bauð Maciej að rekja málið frá sínum sjónarhóli áður en hann yrði spurður spurninga. „Ég kom til Íslands til að vinna og bjó fyrst hjá vini mínum Simon í fimm vikur,“ sagði Maciej. „Eini vandinn var að mig vantaði húsnæði,“ bætti hann við og útskýrði að dvölin hjá vini hans hafi bara getað orðið tímabundin þar sem hann ætti barn og það hafi verið óþægilegt að búa þar til lengdar. Maciej segist síðan hafa orðið mjög glaður þegar hann fékk leigt herbergi hjá hinum látna, Jaroslaw, í Drangahrauni í Hafnarfirði.

Hins vegar hafi Jaroslaw fljótlega eftir að Maciej flutti inn byrjað að notfæra sér erfitt húsnæðisástand á Íslandi og hótað honum því að hann gæti lent á götunni. Hafi hann farið að krefjast fjármuna af honum af óeðlilegum tilefnum. Hann hafi til dæmis fundið blett í rúmdýnunni hans og heimtað 200 þúsund krónur í skaðabætur. „Hann hafði verið að gramsa í herberginu mínu,“ sagði Maciej og tiltók ýmis önnur tilvik þar sem Jaroslaw krafðist peningagreiðslna umfram umsamda leigu. Leiddi þetta til mikilla deilna hjá mönnunum. „Það voru mörg fleiri svona tilvik og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera.“

Drukku lítra af vodka saman og meira til

Maciej segir að kvöldið fyrir morðið hafi hann og Jaroslaw setið að sumbli að Drangahrauni og drukkið saman lítra af vodka. Þeir fóru síðan á Ölhúsið í Hafnarfirði og héldu áfram að drekka.

Maciej segir að hann muni ekki hvenær þeir komu aftur heim um nóttina en fyrir liggur að það var um tvöleytið. Segir hann að þá hafi brotist út átökin sem leiddu til dauða Jaroslaws.

„Ég man að ég stakk hann í hálsinn“

Maciej lýsir því að Jaroslaw hafi komið hlaupandi að honum með hníf í hendi. Hann hafi tekið á móti og við það hafi Jaroslaw misst hnífinn í gólfið. Maciej segist þá hafa stungið hann. Jaroslaw hafi þá ráðist á hann aftur og þá hafi hann stungið hann aftur. „Ég man að ég stakk hann í hálsinn,“ sagði hinn ákærði er hann var spurður nánar út í átökin.

Maciej segist síðan hafa ráfað út í nóttina og skilið Maciej eftir í blóði sínu. Ætlaði hann til vinkonu sinnar. Sagði hann að mikið blóð hafi verið á vettvangi. Hann rataði ekki heim til vinkonu sinnar, Barböru, svo hann hringdi í hana. Eftir það símtal hringdi Barbara í Neyðarlínuna.

Segir ekki hafa meint hótanir í SMS

Maciej var spurður út í sms-skilaboð til vina sinna þar sem hann sagðist ætla að drepa Jaroslaw, nokkrum klukkustundum fyrir morðið. Maciej sagði að aldrei hafi verið alvara í þeim hótunum. Hann útskýrði þetta með pólsku máltæki, að hleypa úlfinum úr skóginum. Segist hann oft hafa lent í rifrildum í Póllandi og sent frá sér svona skilaboð, þar sem hann hótaði að myrða fólk. Hann meinti það ekki.

Það kom fram í frásögn Maciej að Jaroslaw réðst aftur á hann eftir fyrstu hnífstunguna og þá stakk Maciej hann aftur. Hann viðurkenndi aðspurður að Jaroslaw hafi þá ekki verið með vopn í hendi en sjálfur hafi hann haldið á hnífnum. Ekki var öðrum vopnum til að dreifa í átökunum.

Engu að síður sagðist Maciej hafa óttast að Jaroslaw ætlaði að drepa hann í atlögunni, þó að hann væri óvopnaður en Maciej sjálfur með vopn í hendi.

Verjandi hins ákærða spurði hann hvort honum hafi fundist að hann gæti forðað sér af vettvangi undan hinum látna. Hann sagði svo ekki hafa verið.

„Ég kom ekki til Íslands til að drepa fólk,“ sagði hinn ákærði. Hann sagði að hann myndi sætta sig við þá refsingu sem hann fengi, líka þá hæstu. En hann hafi ekki framið þennan verknað að yfirlögðu ráði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“