fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Kristinn lýsir sláandi reynslu sinni af íslenska heilbrigðiskerfinu í samanburði við nágrannalöndin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. nóvember 2023 12:30

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ekki mikið álit á íslenska heilbrigðiskerfinu eftir að hafa reynt slíka þjónustu erlendis. Í færslu á Facebook-síðu sinni greinir Kristinn frá því að hann hafi reynt að panta nýlega tíma hjá heimilislækni hérlendis en fengið þau svör að allir tímar væru upppantaðir í þessum mánuði og hann þyrfti að reyna aftur síðar.

Vegna  vinnu sinnar dvelur Kristinn talsvert í Berlín og London og því hafi hann ákveðið að freista þess að fá slíka þjónustu ytra. Það hafi gengið talsvert betur en hér á landi.

„Í næstu ferð til Berlínar hlóð ég niður læknaappi, valdi heimilislæknaþjónustu á lista og gaf upp staðsetningu. Hefði getað fengið tíma daginn eftir en kaus að velja þjónustu læknis í 700 metra fjarlægð. Varð því að bíða í heila tvo virka daga. Skoðunin kostaði ekkert. Örfáir þúsundkallar greiddir fyrir blóðprufugreiningu með löngum tékklista. Niðurstaðan send í pósti,“ skrifar Kristinn.

Eftir samtal við lækninn hafi niðurstaðan verið sú að hann þyrfti að undirgangast sérhæfðari rannsókn. Aftur reyndi hann að sækja þá þjónustu hér á landi en þá fengið þær upplýsingar að aðeins eitt teymi á Landspítalanum sæi um þær og biðtíminn væri sex mánuðir.

„Ég skoðaði stöðuna í London og þar reyndist þjónustan veitt á nokkrum sjúkrahúsum og svo heppilega vildi til að viðurkenndasta deildin var í göngufjarlægð frá heimili mínu. Þegar grennslast var eftir bókun í símtali var afskað að það væri nokkuð ásetið hjá þeim og ég yrði að bíða dáldið eftir læknisviðtali. Í heila 10 daga. Eftir það viðtal var rannsóknin gerð fjórum dögum síðar og viku eftir það var ég mættur aftur til úrskurðar og úrlausnar. Allt ferlið frá því símtólinu var lyft (eða þannig) tók þrjár vikur,“ skrifar Kristinn.

Hann klikkti svo út með því að rifja upp orð Mahatma Ghandi þegar hann var spurður um álit sitt á vestrænni siðmenningu. Á Ghandi að hafa svarað „hún hljómar eins og góð hugmynd“.

„Þetta verður mitt svar næst þegar ég er spurður um íslenska velferðarkerfið,“ skrifar Kristinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum