fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ófrísk kona lenti í bílslysi og þurfti að glíma við tryggingafélagið á þremur dómstigum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 22:30

Hæstiréttur dómssalur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli konu sem deilt hefur við tryggingafélagið TM vegna uppgjörs bóta í kjölfar umferðarslyss sem hún varð fyrir árið 2014 og hlaut hún varanlega örorku. Ágreiningurinn milli konunnar og TM snerist um hvort miða skyldi tryggingabæturnar við lágmarkslaun eins og TM taldi eða meta árslaun sérstaklega og reikna bæturnar út frá því eins og konan taldi. Héraðsdómur sýknaði TM af kröfu konunnar en Landsréttur dæmdi konunni í vil og í gær gerði Hæstiréttur það einnig.

Í dómi Hæstaréttar segir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan hefði sýnt fram á að aðstæður hennar væru óvenjulegar í skilningi skaðabótalaga. Hins vegar hefði hún ekki sýnt fram á að fyrir lægi annar réttari mælikvarði um viðmiðunartekjur hennar en sá sem fram kæmi í 3. málsgrein 7. greinar skaðabótalaga og var TM því sýknað af kröfu hennar. Með dómi Landsréttar var hins vegar fallist á kröfu konunnar um að við uppgjör bóta yrði farið eftir 2. málsgrein. 7. greinar skaðabótalaga. Aðstæður hennar teldust óvenjulegar og réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur yrði sóttur í meðaltal heildarlauna starfsfólks við afgreiðslu- og sölustörf.

Hæstiréttur samþykkti áfrýjunarbeiðni TM á þeirri forsendu að dómur í málinu gæti haft almennt gildi um ákvörðun viðmiðs árslauna þegar dæmdar eru bætur fyrir varanlega örorku.

Var ólétt þegar ekið var á bifreið hennar

Í dómnum segir um málsatvik að árið 2014 hafi verið ekið á bifreið sem konan ók. Hún var þá nýlega orðin 18 ára og ófrísk. Í kjölfar slyssins hafi hún farið á heilsugæslustöð og til skoðunar á kvennadeild Landspítalans. Vegna viðvarandi einkenna í hálsi, baki og herðum hafi hún leitað til heilsugæslulæknis í lok júní sama ár. Þegar slysið varð starfaði konan á kaffihúsi.

Konan var óvinnufær fyrstu mánuðina eftir slysið en barnið fæddi hún síðar sama ár. Eftir fæðingarorlof var konan á vinnumarkaði og hóf síðan störf við flugvallarþjónustu í árið 2018. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi bar konan um að það starf hefði reynst henni ofviða vegna afleiðinga slyssins. Hún hætti störfum en fór að vinna á ónefndum stað 2019 og fór í kjölfarið í nám á framhaldsskólastigi og lauk ígildi stúdentsprófs. Konan stundar nú háskólanám.

Í dómnum segir að varanleg örorka konunnar hafi verið metin 10 prósent og að mat örorkunefndar sé það að konan sé ekki fær um að sinna líkamlega krefjandi störfum vegna afleiðinga slyssins.

Ábyrgðartrygging ökutækisins var hjá TM en við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku miðaði fyrirtækið við lágmarkslaun.

Rökstuddi TM þetta með vísan til þess konan hafi einungis verið í föstu starfi á kaffihúsi um skamma hríð áður en slysið varð og hefði því ekki endanlega hafið störf á almennum vinnumarkaði ef slysið hefði ekki orðið. Konan hefði ekki sýnt fram á að annar mælikvarði væri réttari um líklegar framtíðartekjur hennar en lágmarkslaun. Landsréttur hafi ranglega miðað við heildarlaun við afgreiðslu- og sölustörf, miðað við gögn málsins. Þá mótmælti TM þeim forsendum Landsréttar að í ljósi ungs aldurs konunnar þegar slysið varð stæðu líkur til að laun hennar myndu hækka með auknum starfsaldri.

Óvenjulegar aðstæður gerðu útslagið

Konan byggði á því að fyrir hendi hafi verið óvenjulegar aðstæður og annar mælikvarði en lágmarkslaun samkvæmt skaðabótalögum sé réttari á framtíðartekjur hennar. Hún hafi verið hætt námi og búin að hasla sér slíkan völl á vinnumarkaði að skilyrði skaðabótalaga um óvenjulegar aðstæður hefðu verið fyrir hendi. Hún hafi þá ekki hugað á frekara nám og einungis haft lausleg áform um námskeið sem hægt væri að sinna meðfram vinnu. Eftir að hún hafi þurft að hætta störfum við flugþjónustu vegna afleiðinga slyssins hefði hún farið í nám til að takmarka tjón sitt.

Konan benti á að réttari mælikvarði á framtíðartekjur hennar væru meðallaun starfsfólks við afgreiðslu- og sölustörf. Hún hafi unnið á þeim vettvangi á slysdegi og framtíðaráform hennar verið að halda slíkum störfum áfram.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði hafið fulla þátttöku á vinnumarkaði á slysdegi og ekki haft önnur áform um nám en þau sem hún gæti sinnt með fram starfi. Rétturinn féllst á að aðstæður hennar hafi verið óvenjulegar í skilningi  skaðabótalaga. Konan hefði ekki haft í hyggju að fara í nám áður en hún lenti í slysinu en gert það vegna afleiðinga slyssins.

Hæstiréttur tók einnig undir með konunni um að hún hefði fyrir slysið unnið ýmis störf, fyrst og fremst við þjónustu og verslun, og haft engin áform um annað en að halda þeim áfram. Hún hafi því haslað sér þann völl á vinnumarkaði á tjónsdegi að telja verði að meðallaun starfsfólks við afgreiðslu- og sölustörf gefi réttari mynd af líklegum framtíðartekjum hennar í skilningi skaðabótalaga.

Þar af leiðandi staðfesti Hæstiréttur dóm Landsréttar og dæmdi konunni í vil.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum