fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Fundu matvæli á Pho Vietnam með sama lotunúmer og matvæli sem voru í rottukjallaranum alræmda

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 15:50

Veitingastaður Pho Vietnam við Suðurlandsbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvæli með sama lotunúmer og matvæli sem fundust í kjallara að Sóltúni 20 þar sem rottur og önnur meindýr léku lausum hala, fundust í veitingastöðum Pho Víetnam á Laugavegi 3, Tryggvagötu 20 og Snorrabraut 29. Þetta kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar en matvæli á síðastnefndu tveimur stöðunum voru einnig með sömu dagsetningu og matur sem fannst í áðurnefndum hryllingskjallara.

Í umfjölluninni kemur fram að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi farið í óboðað eftirlit á alla fimm veitingastaði Pho Vietnam-keðjunnar þann 3. október síðastliðinn. Daginn áður höfðu vertakar á vegum eftirlitsins fargað mörgun tonnum af mat úr kjallaranum alræmda sem talin voru heilsuspillandi. Í kjölfar aðgerðanna var mat fargað hjá Pho Vietnam á Suðurlandsbraut 8 og þá var starfsemi þar takmörkuð sem á veitingastað keðjunnar á Laugavegi 3.

Davíð Viðarson, betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Lé, á og rekur veitingastaði Pho Vietnam en hann á sömuleiðs hreingerningafyrirtækið Vy-þrif ehf. sem er skráð fyrir kjallaranum í Sóltúni. Þá á hann sömuleiðis 40% hlut í veitingakeðjunni Wok on mathöll.

Nánar er fjallað um málið á vef Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum