fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Öllum bátum verður siglt úr Grindavíkurhöfn

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 13. nóvember 2023 14:30

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnt verður að því að sigla eins mörgum bátum og mögulegt er úr Grindavíkurhöfn í dag. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipið Þór munu aðstoða eftir fremsta megni.

Fréttamaður DV hafði samband við Sigurð Arnar Kristmundsson hafnarstjóra í Grindavík en hann segir að verið sé að safna saman eigendum og skipstjórum, og öðrum sem geta siglt, þeirra báta sem í höfninni eru. Það sé hins vegar ekki ljóst hversu margir bátanna muni komast út úr höfninni vegna öldugangs:

„Það er svolítil alda. Það gæti verið að minnstu bátarnir hætti við en stærri bátarnir munu líklega fara.“

Sigurður segir að engin stærri skip eins og til dæmis togarar séu ennþá í höfninni. Það séu aðeins minni bátar eftir en þeir séu þó misstórir.

Sigurður segir að stefnt sé að því að bátarnir sigli allir úr höfninni í einu lagi:

„Ef það gengur upp og sigli saman í hnapp.“

Hann segir að bátarnir muni fá fylgd:

„Þór fylgir þeim eitthvað áleiðis. Svo eru þessir stærri bátar líka færir um að grípa í taumana ef eitthvað gerist. Það verður engin áhætta tekin.“

Sigurður segir þó ólíklegt að allir bátarnir muni komast úr höfninni í dag:

„Það fara ekki allir. Það er orðið ljóst. Það fara ekki allir úr höfninni að svo stöddu. Þeir sem fara og treysta sér í þessar aðstæður eins og þær eru núna, það er svolítil ölduhæð. Það eru þá bara stærri bátar af þessum litlu bátum sem munu fara. Aðrir verða þá bara að fara þegar veðrið verður betra.“

Sigurður segir að bátunum verði ekki siglt í fyrirfram ákveðna höfn. Það fari nokkuð eftir því hvar hver eigandi er staðsettur í húsnæði:

„Líklega verður farið hérna vestur um fyrir Reykjanesið, kannski inn í Sandgerði, inn í Keflavík og svo í Faxaflóa. Það fer bara eftir hvar menn eru staðsettir upp á það sem hentar best til að sinna bátunum. Það er undir hverjum og  einum skipstjóra komið hvert hann siglir skipi sínu eða bátnum sínum.“

Hann segir bátana ekki svo marga og því verði ekki erfitt að finna pláss fyrir þá í öðrum höfnum.

Sigurður segir að það séu 18-19 bátar í Grindavíkurhöfn nú sem stendur en eins og áður segir er ekki ljóst hversu margir þeirra munu geta siglt úr höfninni í dag vegna veðurs en um leið og það batnar verður höfnin tæmd af bátum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“