fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Freysteinn segir að líkur á eldgosi hafi ekki breyst

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 12:23

Freysteinn Sigmundsson. Mynd/Háskóli Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir að staðan á Reykjanesi sé svipuð og í gær. Jarðskjálftar haldi áfram en það viti á gott að hægst hefur á jarðskorpuhreyfingum.

Freysteinn sagði þetta í samtali við RÚV í morgun.

„Það eru áfram vísbendingar um innflæði kviku inn í þennan kvikugang sem liggur undir umbrotasvæðinu. Þess vegna þarf að vera við öllu búinn,“ segir hann og bætir við að hættumat Veðurstofunnar sé óbreytt. Brugðið geti til beggja vona þó hreyfingar hafi minnkað.

„Kvikuinnstreymið hefur stórlega minnkað frá því sem var í upphafi og er orðið miklu hægara. Ef kvika kemur upp á yfirborðið yrði það eldgos sennilega meira í takt við það sem gerðist í síðasta eldgosi við Fagradalsfjall heldur en eitthvað miklu stærra sem hefur verið í umræðunni,“ sagði Freysteinn við RÚV.

Hann segir að ekki hafi orðið merkjanlegar breytingar á dýpt skjálfta og líkön bendi til þess að kvikan sé á hálfs til eins kílómetra dýpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks