fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Vonast til að hleypa Grindvíkingum heim í stutta stund

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 09:30

Grindavík Mynd: Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóttin var tíðindalítil í Grindavík miðað við undanfarna daga. Vonast yfirvöld almannavarna til þess að geta hleypt íbúum inn á svæðið í stutta stund til að geta sótt nauðsynjar.

Samkvæmt RÚV bárust nýjustu gögn til Veðurstofunnar klukkan 2:00 í nótt og von er á nákvæmari gögnum gervihnatta síðar í dag. Fundur til að meta stöðuna er haldinn klukkan núna klukkan 9:30. Ríkisstjórnin mun funda í hádeginu um byggingu varnargarða um mikilvæg mannvirki.

Mesta skjálftavirknin er núna norðaustur af Grindavík og er styst um 800 metrar í kvikuna. Þetta þýðir að eldgos getur hafist með mjög stuttum fyrirvara.

Um 160 Grindvíkingar hafa sofið í fjöldahjálparstöðvum í Kópavogi, Reykjanesbæ og Selfossi, en alls búa um 3800 manns í bænum. Fólk hefur dvalið hjá vinum, ættingjum, í sumarbústöðum og jafn vel hjá ókunnugum sem hafa boðist til þess að hjálpa.

Miklar skemmdir eru á mannvirkjum vegna jarðhræringanna, bæði húsnæði og götum. Sums staðar sést mikið landsig eins og á golfvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru