fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Kvikan er að nálgast yfirborð – Eldgos getur hafist hvenær sem er á næstu dögum án gosóróa viðvörunar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 11. nóvember 2023 18:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur á eldgosi hafa aukist og getur það hafist hvenær sem er á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Líkön sýna 15 km langan kvikugang sem liggur rétt norðvestan Grindavíkur. Vegna mikillar spennulosunar á svæðinu er ekki hægt að gera ráð fyrir að gosórói mælist áður en eldgos hefst.“

Stöðufundi vísindamanna lauk klukkan 18 í kvöld, en þar réðu vísindamenn Veðurstofu, Háskóla Íslands og Almannavarna ráðum sínum og fóru yfir nýjustu gögn.

Líkön vöru unnin út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum, en þau sýna að umfang kvikugangsins er verulegt og kvika er að nálgast yfirborð.

Kvikan liggur á um 800 m dýpi þar sem hún er grynnst, en gögnin byggja þó á 12 klukkustunda gömlum gögnum og má því reikna með að kvikan sé í raun enn nær yfirborðinu.

„Út frá þessu má álykta að verulegar líkur eru á að kvika nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur eru einnig á að kvika geti komið upp á hafsbotni“

Mikið hefur dregið úr skjálftavirkni eftir hádegi í dag, líklega vegna spennulosunar í gær og aflögunar vegna kvikugangs. Vegna þessarar spennulosunar er talið líklegt að kvikan eigi nú greiða leið til yfirborðsins og því ekki hægt að gera ráð fyrir gosóróa fyrir eldgosið, eða með öðrum orðum að erfiðara verður að sjá fyrir hvenær það hefst.

„Byggt á túlkun nýjustu gagna hefur Veðurstofan sent tilmæli til almannavarna að líkur á eldgosi hafi aukist frá því í morgun og að eldgos geti hafist hvenær sem er á næstu dögum. Líkön benda einnig til þess að kvika geti komið upp á syðri enda kvikugangsins rétt utan Grindavíkur. Líkur á eldgosi á hafsbotni hafa einnig aukist og búa þarf sig undir möguleika á sprengigosi. Hættusvæði hefur verið skilgreint út frá legu kvikugangsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision
Fréttir
Í gær

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi