fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Rússar hækka verð vegabréfsáritana frá Evrópu þó enginn vilji koma

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. október 2023 10:00

Vegabréfsáritunin til Rússlands mun rjúka upp í verði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska þingið hefur samþykkt frumvarp utanríkisráðuneytisins um að hækka verð á vegabréfsáritunum frá borgurum ESB og EFTA. Þetta er svar við ákvörðun Evrópuríkja um að rifta öllum samningum við Rússa um einfaldar áritanir.

Samkvæmt frumvarpinu munu áritanir nú kosta á bilinu 7 til 43 þúsund krónur. Fer það eftir því hversu mikið liggur á að fá áritunina. Í dag kosta áritanir fyrir Evrópubúa á bilinu 5 til 10 þúsund.

Gilda þessar reglur fyrir borgara allra 27 ríkja Evrópusambandsins, Íslands, Noregs, Liktenstein og Sviss.

Fáir fara til Rússlands

Rússneski ferðamannaiðnaðurinn hefur mótmælt ákvörðuninni. Alexander Kurnosov, varaforseti félags rússneskra ferðaskrifstofa, sagði að reglurnar væru glórulausar. Það væri hvort eð er nánast enginn að koma frá Evrópu til Rússlands.

Mörg Evrópulönd hafa hamlað mjög ferðum til og frá Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra.

Íslendingar og fleiri lönd hafa meðal annars bannað rússneskar flugvélar í sinni lofthelgi og sett á hafnbann á rússnesk skip. Finnar, Norðmenn, Pólverjar og Eystrasaltslöndin hafa bannað rússneskum bifreiðum að keyra yfir landamærin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið