fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Hópur Gyðinga og Araba ætlar að standa saman

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. október 2023 21:30

Höfnin í Jaffa í Ísrael þar sem hópur Gyðinga og Araba ætlar að starfa saman að því að draga úr spennu og átökum/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borginni Jaffa í Ísrael hefur verið myndaður rótttækur hópur sem samanstendur af bæði Gyðingum og ísraelskum Aröbum.

Eftir að aukin harka og hatursfull orðræða fór á skrið í samskiptum Gyðinga og Araba eftir árás Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn hefur þessi litli hópur, sem fer þó stækkandi, myndað eins konar óopinbera gæslusveit. Er markmiðið að sveitin komi í veg fyrir átök milli almennra borgara meðal Gyðinga og Araba í borgum og bæjum Ísraels.

Meðlimir hópsins hallast flestir til vinstri í stjórnmálum og eru á jaðrinum í ísraelsku samfélagi sem stendur en eru þó lítið dæmi um samvinnu í hringiðu átaka.

Einn af leiðtogum hópsins heitir Amir Badran. Hann er af arabísku bergi brotinn og er kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn á svæðinu. Badran segir að hópurinn vilji ekki bara senda íbúum á svæðinu heldur öllum heiminum skilaboð um að það sé til fólk þarna um slóðir sem vilji koma saman og hafna öllu ofbeldi. Hann segist andvaka af áhyggjum yfir því að til enn meiri átaka muni koma á götum úti í Ísrael.

Hópurinn hefur hengt upp veggspjöld á götum úti, á hebresku og arabísku, þar sem fólki er meðal annars boðið að ganga til liðs við hann. Leiðtogar hópsins segjast vita að meðlimir hans séu í miklum minnihluta meðal bæði Gyðinga og Araba en þó eru 3.000 meðlimir í WhatsApp hópum sem hópurinn heldur úti.

Meðlimir hópsins hafa tekið ýmis verkefni að sér sem fela í sér að gæta að öryggi fólks. Þeir veita Gyðingum og Aröbum fylgd við að fara um hverfi sem viðkomandi óttast að vera í, senda Ísraelum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna vistir og hópurinn hyggur á að vera við öllu búinn ef til aukinna átaka kemur á götum úti og bæði skrásetja þau og jafnvel reyna að stilla til friðar.

Vilja ekki að sagan endurtaki sig

Meðlimir hópsins muna allir vel eftir að í síðustu átakahrinu milli Hamas og Ísraels árið 2021 brutust út óeirðir. á götum Jaffa og raunar víðar í Ísrael, sem leiddust út í íkveikjur og rán.

Jaffa er ein af mest blönduðu borgum Ísraels en alls eru 37 prósent íbúa af arabísku bergi brotnir. Á landsvísu í Ísrael eru tæplega 25 prósent íbúa arabar. Meðlimir hópsins segja að Gyðingum og Aröbum í Jaffa semji almennt vel og að litlir hópar öfgamanna úr báðum röðum hafi borið mesta ábyrgð á óeirðunum 2021.

Omar Siksik sem er arabískur og einn af leiðtogum hópsins segir að óeirðirnar hafi veitt Gyðingum og Aröbum í borginni í raun tækifæri til að eiga hreinskilnar samræður um hvað þeir óttuðust. Samræðurnar hafi leitt til aukinnar vináttu á báða bóga.

Eins og í Jaffa sjálfri er meirihluti hópsins Gyðingar. Gyðingarnir í hópnum telja það skyldu sína að vernda arabíska nágranna sína en þeir gera sér grein fyrir að sjónarmið þeirra séu ekki í hávegum höfð víða í Ísrael, sérstaklega eftir árásirnar 7. október.

Það er forgangsmál hópsins að beita sér gegn hvers kyns mismunun í garð fólks í ísraelsku samfélagi sem er af arabísku bergi brotið. Ríkisstjórnir Benjamin Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra Ísrael síðan 2009, fyrir utan eins og hálfs árs tímabil frá 2021-22, þykja hafa blásið í glæður aukinnar mismununar í garð Araba í Ísrael. Hópar aðgerðasinna segja að stjórnvöld hafi grafið undan tjáningarfrelsinu, einkum eftir árásina 7. október, með því að líkja stuðningi við Palestínumenn í orðum við hvatningu til hermdarverka.

Einn meðlimur hópsins í Jaffa er á þrítugsaldri og Gyðingur. Hann er úr mjög trúaðri fjölskyldu en lítur nú á sig sem anarkista. Hann spyr af hverju ekki sé hægt að elska alla:

„Okkur var alltaf sagt að þau hötuðu okkur svo við yrðum að hata þau líka. Mér fannst eins og það væri eitthvað rangt við þetta.“

Það var NBC sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“