fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Jörgen er ólöglærður en flytur mál sín sjálfur dómurum til lítillar gleði – „Mætti mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarverkfræðingurinn Jörgen Ingimar Hansson, segist ekki sáttur með þá stefnu sem stjórnvöld hér á landi virðast hafa tekið að ætla að meina ólöglærðum einstaklingum að reka dómsmál sín sjálf fyrir dómi. Hann vekur athygli á þessari stöðu í pistli sem hann birti hjá Vísi sem og í bók sinni, Réttlæti hins sterka – Ádeila á dómskerfið og Alþingi.

„Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir?,“ spyr Jörgen og veltir því upp hvort ástæðan sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara.

„Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera.“

Kerfið á Íslandi geri þetta þó ekki auðvelt, enda ekki til leiðbeiningar á mannamáli og hvernig fólk beri sig að því að gæta hagsmuna sinna sjálft, eða hvað því beri að varast. Sjálfur hefur Jörgen reynslu af því að reka eigið mál og upplifði framkomu dómara sem beinlínis fjandsamlega í sinn garð. Honum hafi verið hótað undir rós að ef hann mætti ekki á réttum tíma í næsta þinghald yrði máli hans vísað frá, en á sama tíma geti lögmenn mætt seint án nokkurra eftirmála. Tveir héraðsdómarar hafi í engu reynt að leiðbeina honum um rétt sinn fyrir utan að vara hann við því að óstundvísi gæti haft afleiðingar. Tveir aðrir dómarar hafi þó sýnt smá lit.

„Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis.“

Jörgen upplifði þar að auki að einn dómari hafi hreinlega reynt af afvegaleiða hann. Sá hafi ekki varað hann við því að takmörk væru á ræðutíma, og svo notað þá vanþekkingu til að „klekkja á“ honum með því að stöðva málflutning hans. Hann rak eins eigið mál fyrir Hæstarétti og segist þar hafa fengið álíka viðtökur.

„Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl.“

Áður var það svo að ólöglærðir mátti leita til dómara og fengið honum að finna þau lagaákvæði sem stutt gætu við mál hins ólöglærða. Þetta hafi svo verið fellt úr lögum og er dómara í dag aðeins skylt að upplýsa ólöglæra um formhliðar máls, og það aðeins ef dómari metur slíkt nauðsynlegt.

„Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur