fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Lögregla leitar að hestadrápara – „Þetta virðist ekki hafa verið slysaskot“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 24. október 2023 13:00

Skotið hæfði hestinn á svipuðum stað og hreindýraveiðimenn reyna að hæfa hreindýr. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf vetra hestur var skotinn nálægt Egilsstöðum um helgina. Lögreglan á Austurlandi rannsakar málið en dýralæknir hefur staðfest að skot úr byssu hafi orsakað dauða hestsins.

Mannlíf greindi fyrst frá málinu.

„Þarna lá hann bara,“ segir Marietta Maissen, tamningamaður og eigandi hestsins. En hrossið fannst við inngang stórrar girðingar. „Ég hélt fyrst að hann væri afvelta, sem getur gerst vegna hrossasóttar eða einhverju þannig. En ég tók eftir að hann var alveg hreinn. Þegar hross eru afvelta reyna þau að sparka upp allt í kringum sig og eru skítugir. Þá tók ég eftir þessu gati.“

Marietta segist sjálf ekki geta fullyrt að hesturinn hafi verið skotinn en lögregla og dýralæknir hafi brugðist þannig við málinu.

Kúla fannst ekki en gatið var nálægt herðablaðinu. Krumminn var byrjaður að plokka í hræið og fór í augað en þetta gat var ekki dæmigert sár eftir hrafn.

Dýralæknir hefur staðfest að um skot sé að ræða og að hesturinn hafi drepist vegna innvortis blæðinga.

Snæfinnur frá Finnsstaðakoti

Hesturinn hét Snæfinnur frá Finnsstaðakoti og var í eigu Mariettu og eiginmanns hennar Péturs Behrens. En auk þess að vera hestafólk eru þau listamenn og búa á Finsstaðakoti, austan við Egilsstaðaflugvöll.

Marietta segir ekki mikið fjárhagslegt tjón af þessu en tilfinningalegt.

Lögreglan var fljót á staðinn og rannsakar nú málið. Mynd/aðsend

„Okkur þykir vænt um öll hross. Þetta var ekki verðlaunagripur en hann var undan verðlaunahryssu og var taminn reiðhestur,“ segir hún. Það virðist hins vegar vera tilviljun að þessi hestur hafi verið skotinn. „Í hópnum eru mjög verðmæt hross,“ segir hún.

Marietta segist smeyk um að þetta geti komið aftur fyrir.

„Maður veit ekki hvað er í gangi. Þetta virðist ekki hafa verið slysaskot. Veiðimenn segja að svona skjóta menn hreindýr, rétt neðan við bringu, við herðablaðið. Þetta er mjög einkennilegt og svolítið óhugnanlegt. Ég veit ekki hvað þetta á að þýða,“ segir hún.

Fer um fólkið í sveitinni

Guðjón Einarsson, bóndi á næsta bæ og umráðamaður yfir svæðinu, segir að hross séu geymd í þremur girðingum á svæðinu. 14 hross hafi verið í þessari girðingu og aldrei neitt komið fyrir áður.

„Þetta er ekki slys. Þetta er svo mikill hryllingur. Ég ætla ekki að segja þér hvernig ég svaf eftir að hafa heyrt þetta. Það var ekki notalegt. Ég er dýramaður og átti hesta í fjölda mörg ár,“ segir hann.

Maðurinn sem fjarlægði hræið hafi giskað á að gatið væri eftir 222 kalíbera byssu. Guðjón segir að það hreinlega fari um fólkið í sveitinni eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Í gær

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði
Fréttir
Í gær

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?