fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Heimsbyggðin fylgist með kvennaverkfallinu – „Ég legg niður störf í dag vegna þess að ég trúi á samtakamáttinn“

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 17:54

Mynd: Facebook síða Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag stendur yfir verkfall kvenna og kvára á Íslandi. Tilgangur verkfallsins er meðal annars að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundnum launamun og að berjast fyrir því að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum.

Af því tilefni tók DV saman nokkrar fréttir og frásagnir sem birst hafa um verkfallið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum bæði hér á landi og erlendis.

Gríðarlegur fjöldi á Arnarhóli

Vísir greinir frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji að um sjötíu til hundrað þúsund manns hafi sótt baráttufund á Arnarhóli í tilefni verkfallsins.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur staðið vaktina á mörgum samkomum í miðbæ Reykjavíkur undanfarna áratugi sagði við Vísi:

„Það hefur aldrei verið svona margt fólk í kringum Arnarhól og í nærliggjandi götum, ekki einu sinni á Menningarnótt.“

„Við bjuggumst við miklu en þetta sprengdi allar væntingar. Enda málstaðurinn góður og veðrið náttúrulega geggjað.“

Dóttir Kristrúnar varð steinhissa í leikskólanum

Kristrún Frostadóttir tók þátt í verkfallinu eins og aðrar konur sem eiga sæti á Alþingi. Hún á tvær dætur og á Facebook-síðu sinni greinir hún frá því þegar eldri dóttirin mætti á leikskólann í morgun í fylgd föður síns:

„Mögnuð stemmning á Arnarhóli – áfram stelpur og stálp! Hlakka til að segja stelpunum mínum tveimur frá þessum degi. Sú eldri mætti í leikskólann í morgun, leit inn um gluggann og sagði steinhissa: “Pabbi, hvað er að gerast, það eru bara karlar hérna!“

Klettarnir

Sverrir Norland rithöfundur er ekki orðlangur í færslu á sinni Facebook-síðu:

„Konur eru klettar.“

Of lítið hafi breyst

Steinunn Ragnarsdóttir, sem stýrir Íslensku óperunni segir í færslu á sinni Facebook-síðu að ekki hafi nægilega mikið breyst frá 1975 þegar það sem þá var kallað Kvennafrídagurinn var haldið í fyrsta sinn. Þá komu konur einmitt saman á Arnarhóli eins og í dag:

“Sami staður 48 árum síðar á mögnuðum samstöðufundi, en alltof lítið hefur breyst. Vonandi mun næsta kynslóð njóta þeirra breytinga sem er svo sárlega þörf á.“

Komi körlum að gagni líka

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ, segir verkfallið skipta máli fyrir karla en ekki bara konur og kvára:

„Til hamingju með daginn!

Ég legg niður störf í dag vegna þess að ég trúi á samtakamáttinn.

Kvennaverkfall er stórkostleg leið til þess að sýna áþreifanlega hversu mikils virði þàtttaka kvenna og kvára í öllu samfélaginu er, hversu miklu máli hún skiptir og áhrif hún hefur. Ekki síst á möguleika karla til fullrar þàtttöku.

Èg ásamt konum í minnihluta bæjarráðs mættum ekki til fundar í morgun.

Verum breytingin og tökum þàtt.“

Mynd: Facebook-síða Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Fyrir þær sem koma á eftir

RÚV greinir frá því að meðal þeirra sem fluttu ræðu á fundinum á Arnarhóli hafi verið hönnuðurinn, listakonan og leikkonan Alice Olivia Clarke. Hún  hafi komið með strætó niður í bæ, líkt og tengdamóðir hennar gerði 1975. Hún hafi sagt kraftinn í hópnum mikilvægan. Hver og ein væru þær eins og ein loftbóla í kampavínsflösku, en saman þrýstu þær tappanum úr. Hún hafi einnig sagt að þessi samkoma væri fyrir ungu konurnar sem kæmu á eftir þeim sem þarna væru saman komin.

Kvennaverkfallið í heimsfréttunum

Drífa Snædal talskona Stígamóta ritaði eftirfarandi færslu á Facebook síðu sína í gær um viðtöl sem hún hafði farið í við erlenda fjölmiðla vegna verkfallsins:

„Nú er ég alls ekki innsti koppur í búri skipulags Kvennaverkfall 24. október 2023 en hef farið í fjögur viðtöl við erlenda fjölmiðla sem aðrar hafa ekki náð að sinna. Það segir mér að það er allt að verða vitlaust og heimurinn mun fylgjast með okkur á morgun. Það er sjaldgæft að hafa svona sterka tilfinningu fyrir sögulegri stund í aðdragandanum. Morgundagurinn verður upphafið að endalokum feðraveldisins!“

Ýmsir erlendir fjölmiðlar hafa greint frá verkfallinu en hér verða nefnd nokkur dæmi.

CNN leggur nokkra áherslu á þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í fréttinni gætir þó þess misskilnings að enn sé notast við nafnið „Kvennafrí.“ Vitnar CNN meðal annars til þess að Ísland hafi 14 ár í röð verið það ríki þar sem jafnrétti mælist mest í heiminum, samkvæmt Alþjóða efnahagsráðinu (e. World Economic Forum), en vísar þó í að skipuleggjendur verkfallsins vilji beina sjónum að vinnuframlagi kvenna sem eru innflytjendur á Íslandi. Það framlag sé sagt vanmetið sem birtist ekki síst í lægri launum þessa hóps.

BBC beinir einnig sjónum að þátttöku Katrínar. Þar gætir sama misskilnings og hjá CNN varðandi nafngift dagsins. BBC ræddi m.a. við Kristínu Ástgeirsdóttur, sem er ein af skippuleggjendum verkfallsins, sem sagði ofbeldi gegn konum mikið vandamál á Íslandi þrátt fyrir að það væri meðal fremstu ríkja heims í jafnréttismálum. Sagði hún ofbeldi gegn konum eiga „djúpar rætur í menningu okkar.“

Mynd: Facebook-síða Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Norska ríkisútvarpið NRK vísar einnig til þess að Katrín hafi tekið þátt í verkfallinu. Vitnað er til þeirra orða Katrínar að jafnréttisbaráttan gangi of hægt. Einnig er vitnað til viðtala íslenskra fjölmiðla við konur og skipuleggjendur verkfallsins. Í frétt NRK kemur fram að skipuleggjendur hvetji konur og kvár til að sinna engum ólaunuðum störfum á heimilum á meðan verkfallið stendur yfir. Vísar NRK til hugtaksins „þriðja vaktin“ sem oft hefur verið vísað til í samhengi við jafnréttisbaráttu. Þetta hugtak á einkum við um þau oft á tíðum lítt sýnilegu störf sem hvíla að þó nokkru leyti á herðum kvenna og snúa einkum að skipulagningu heimilis- og fjölskyldulífs.

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC leggur eilítið minni áherslu á hlut Katrínar forsætisráðherra en mynd af henni er þó aðalmynd fréttar á vef stöðvarinnar um verkfallið. ABC kallar verkfallið „kvennafrí“ eins og CNN og BBC. Í fréttinni kemur m.a. fram að búist hafi verið við tæplega 25.000 manns á Arnarhóli en eins og fram kom í fréttum Vísis, sem vitnað var í hér að ofan, var þátttakan talsvert meiri. Einnig er greint frá því að þótt Ísland sé efst á lista World Econnomic Forum yfir jafnrétti, með 91,2 prósent jafnrétti, þá segi skipuleggjendur verkfallsins að baráttan haldi áfram þar til Ísland nái 100 prósent jafnrétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“