fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ástarþríhyrningur sprakk í loft upp: Hæstaréttarlögmaður grunaður um stórfellda líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. október 2023 20:07

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmaður, sem starfar á stórri lögmannsstofu í Reykjavík, er grunaður um alvarlega líkamsárás. Mannlíf greindi frá.

Samkvæmt heimildum Mannlífs átti árásin sér stað á vinnustað þolandans, sem er annar karlmaður. „Heimildir Mannlífs herma að þolandinn hafi í hið minnsta nefbrotnað og rifbein brákast. Lögregla var kölluð til í kjölfar árásarinnar. Tveir menn urðu vitni að atvikinu og stigu inn í atburðarásina til þess að aðstoða þolandann. Lögregla ræddi við lögmanninn sem sagði manninn hafa ógnað sér með hníf og því hafi hann brugðist við með því að ráðast á hann. Hvorki vitni né lögregla urðu vör við hníf á vettvangi og fannst hann ekki við leit,“ segir í fréttinni.

Samkvæmt heimildum DV tengist eiginkona þolandans málinu. Hún er einnig lögmaður, rétt eins og hinn grunaði árásarmaður. Vinna þau á sömu lögmannsstofu. Deilur er varða ástarmál eru sagðar tengjast árásinni.

Samkvæmt frétt Mannlífs leitaði árásarþolinn á bráðamóttöku í kjölfar árásarinnar. Hann hyggst leggja fram kæru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT