Þetta kemur fram í umfjöllun TV2 sem segir að talið sé að stúlkur í Óðinsvéum í Danmörku taki þátt í skiptum af þessu tagi. Er þetta sagt skipulagt í gegnum Snapchat. Hitta stúlkurnar síðan piltana og karlana oft á salernum skyndibitastaða í miðborginni. Þar veita þær þeim munngælur og fá í staðinn einnota rafrettur en þær eru bannaðar í Danmörku.
Málin hafa verið rædd meðal foreldra og skólayfirvalda í Óðinsvéum og einnig vita félagsmálayfirvöld af þessu.
TV2 hefur eftir einum föður að dóttir hans þekki nokkrar stúlkur sem hafi greitt fyrir rafrettur með kynferðislegum greiða. Þær fái einnig stundum skyndibita, orkudrykki eða peninga fyrir þetta. Hann sagði einnig að dóttir hans hefði spurt vinkonu sína hvernig hún gæti gert þetta og var svarið: „Maður lokar bara augunum og þá tekur þetta fljótt af“.