fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hödd sakar Agnesi biskup um ofbeldi í garð Gunnars – „Missti æruna og lífsviðurværið“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. október 2023 16:32

Hödd segir frú Agnesi hafa beitt séra Gunnar ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur og almannatengill, fer hörðum orðum í aðsendri grein á Vísi um Agnesi Sigurðardóttur, biskup Íslands. Eða fyrrverandi biskup eins og Hödd vill meina.

„„Öllum skyldi tryggð sömu réttindi“. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður“. Þetta eru tvær setningar sem koma fyrir í yfirlýsingu sem Agnes M. Sigurðardóttir, fyrrverandi biskup Íslands, sendi frá sér í fyrrakvöld,“ segir Hödd í greininni.

Tilefnið sé að sama dag hafi úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar kveðið upp þann úrskurð að í 472 daga hafi biskupinn setið valdalaus í embætti. En skipunartíminn hafi runnið út þann 1. júlí árið 2022.

„Landið hefur frá þeim tíma í raun verið biskupslaust. Það hefur ekki aftrað frú Agnesi frá því, í nafni embættisins sem hún eitt sinn gegndi, að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem kollvarpað hafa lífi einstaklinga,“ segir Hödd og á við mál séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprest í Digranesprestakalli í Kópavogi.

Fékk enga aðstoð

Agnes leysti séra Gunnar frá störfum fyrir tæpum tveimur árum síðan vegna ásakana samstarfskvenna hans um einelti. Reifar Hödd að Gunnar hafi fyrir þann tíma unnið að því að sameina Digranes og Hjallakirkjuprestaköllin og óskað eftir aðstoð mannauðsstjóra kirkjunnar við það. Hann hafi ekki fengið nokkrar leiðbeiningar hvernig takast ætti við verkefnið.

„Skal hér tekið fram að engin barst aðstoðin þrátt fyrir beiðni Gunnars og að málið snerti marga einstaklinga og væri á köflum flókið og verulega viðkvæmt verkefni í framkvæmd,“ segir Hödd.

Einangruð tilvik

Eftir lausn Gunnars setti teymi innan þjóðkirkjunnar af stað rannsókn um ávirðingarnar. Niðurstöðunum var skilað 27. júlí á síðasta ári.

„Af þeim 48 atriðum sem borin voru á Gunnar komst teymi kirkjunnar að þeirri niðurstöðu að í fjórum þeirra hafi hann sýnt af sér hegðun sem þætti óæskileg. Eins taldi teymið Gunnar mögulega hafa brotið gegn ákvæðum reglugerðar um einelti. Þar sem það meginskilyrði eineltis að um ítrekaða hegðun sé að ræða var ekki uppfyllt, átti það ekki við í tilfelli Gunnars,“ segir Hödd.

Segir hún að um einangruð tilvik hafi verið að ræða. „Þessari niðurstöðu komst teymið að þótt það hafi í málsmeðferð sinni virt sönnunarreglu íslenskra laga að vettugi og það eðlilega sökuðum Gunnari í óhag.“

Biskup fór í fjölmiðla

Sakar Hödd Agnesi um ofbeldi í garð séra Gunnars í málinu. Í stað þess að gefa út yfirlýsingu um að Gunnari hafi ekki gerst sekur um einelti hafi Agnes sent fréttatilkynningu á fjölmiðla þess efnis að Gunnar hafi gerst sekur um einelti í sex tilfellum.

„Orð frú Agnesar höfðu eðlilega mikil áhrif úti í samfélaginu enda töldu fjölmiðlar og landsmenn flestir að um biskup Íslands væri að ræða – og hann færi jú með rétt mál,“ segir Hödd.

Hafi Agnes aldrei áminnt séra Gunnar heldur beint orku sinni í að grafa undan honum opinberlega og inn á við. Segist Hödd hafa upplýsingar þess efnis að þjóðkirkjan hafi að beiðni Agnesar eytt rúmum 10 milljónum króna í lögfræðikostnað frá ársbyrjun 2023 og fram í september vegna máls úrskurðarnefndarinnar.

Efast um að konurnar sem kvörtuðu séu saklausar

Segir Hödd séra Gunnar hafa í sín 26 ár sem sóknarprestur í Digranesprestakalli ávallt verið tilbúinn að aðstoða fólk sem leitaði til hans. Hann sé ekki fullkominn en sjarmi hans sem manneskju sé að hann komi til dyranna eins og hann er klæddur.

Álit teymisins sýni að hann sé ekki verri en næsti einstaklingur.

„Hann hefur jú sagt hluti sem voru óæskilegir og þar með sært og valdið óþægindum enda búinn að vera á þessari jörðu í ríflega 60 ár. Ég leyfi mér að efast um að samstarfskonur Gunnars sem kvörtuðu undan hegðun hans séu saklausar af svo manneskjulegri hegðun og þegar álit teymisins er lesið virðist sá efi minn eiga fullan rétt á sér,“ segir Hödd.

Gunnar misst æruna og lífsviðurværið

Gunnar hafi misst æruna og lífsviðurværið vegna þessa máls og hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð hjá biskupi eða undirmönnum hennar.

„Frú Agnes beitti sér því svo sannarlega fyrir því að taka á ofbeldismálum, en gerði það með eigin ofbeldi. Tilgangurinn var sá að kirkjan gæti verið öruggur staður. Hún virðist hins vegar hafa gleymt því að allir innan kirkjunnar eiga sama rétt og að syndir kirkjunnar gleymast ekki þó ein manneskja sé hengd fyrir stofnun,“ segir hún að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp