fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Starfsmenn Norðuráls í áfalli eftir að sjö barna föður var sagt upp eftir 17 ára starf – Ástæðan sögð óskiljanleg

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. október 2023 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir það meðal erfiðustu verkefna sem hann tekst á við í starfi sínu vera mál félagsmanna sem hefur verið sagt upp störfum. Um helgina heyrði hann í félagsmanni sem er sjö barna faðir og var sagt upp störfum eftir 17 ára vinnu fyrir Norðurál.

Vilhjálmur greinir frá málinu á Facebook.  Þar rekur hann að mikil hræðsla og vonleysi fylgi því að vera sagt upp störfum. Ábyrgð vinnuveitenda sé mikil þó að vissulega komi upp aðstæður þar sem nauðsynlegt er að grípa til uppsagna. Þetta eru ástæður á borð við samdrátt, erfiðleika í rekstri, skipulagsbreytingar eða þau erfiðu mál þar sem starfsmaður hefur gerst brotlegur í starfi. En svo koma upp tilvik þar sem uppsögn er hreinlega óskiljanleg.

„ Á laugardagsmorgunn fékk ég hringingu frá félagsmanni mínum sem tjáði mér að honum hefði verið sagt upp störfum hjá Norðuráli. Þessi umræddi starfsmaður hafði unnið í 17 ár hjá Norðuráli og á þessum 17 árum hafði hann hvorki fengið munnlega né skriflega áminningu að eigin sögn. Þessu til viðbótar var hann sjö barna faðir og var því eðlilega að framfleyta afar þungu heimili fjárhagslega.

Umræddur starfsmaður tjáði mér að hann hefði verið kallaður á fund með framkvæmdastjóra steypuskálans og mannauðsstjóra þar sem honum var tjáð að honum væri sagt upp störfum og bæri að yfirgefa vinnustaðinn.

En hver var ástæðan sem þessum sjö barna föður með 17 ára starfsreynslu var gefin fyrir uppsögninni? Jú ástæðan var að hann var væri að tala illa um fyrirtækið og hafi mætt á fjölskylduskemmtun sem Norðurál hélt án þess að skrá sig! Umræddur starfsmaður mótmælti harðlega á umræddum fundi að hann væri að tala illa um fyrirtækið en það hafði ekki áhrif á uppsögnina sem framkvæmdastjóri steypuskála hafði skellt í andlitið á mínum félagsmanni.“

Vinnustaðurinn í áfalli og forsendur ósanngjarnar

Vilhjálmur segist finna fyrir mikilli reiði fyrir hönd félagsmannsins. Á sama tíma finnur hann til með honum, enda kominn með 17 ára reynslu, aldrei hlotið svo mikið sem áminningu og þar að auki með sjö börn á framfæri. Þegar svona mál koma upp reynir Vilhjálmur að kynna sér málin til hlítar og hafði því samband við samstarfsfélaga mannsins hjá Norðurál.

„Það er skemmst frá því að segja að allir sem ég talaði við sem hafa starfað með umræddum félagsmanni hjá Norðuráli gáfu honum afar góð meðmæli og vísuðu því algerlega á bug að minn félagsmaður hafi ástundað að tala illa um fyrirtækið. Það vill nú þannig til að þessi umræddi félagsmaður minn hefur oft komið á skrifstofu mína til að ræða um hinn ýmsu kjaramál og réttindi og í öll þau skipti sem hann hefur komið til viðræðna við mig hefur hann aldrei verið að kasta rýrð á fyrirtækið.

Það kom einnig fram hjá samstarfsmönnum að minn félagsmaður hafi ætíð unnið verk sín af samviskusemi og dugnaði og það kom líka fram hjá starfsmönnum að vaktin sem hann var á sé í áfalli eftir þessa óskiljanlegu uppsögn. Ekki bara það heldur fékk ég að heyra að mórallinn í steypuskálanum öllum væri við frostmark eftir þessa uppsögn því fólki fannst hún ósanngjörn og algerlega byggð á röngum forsendum. Rétt er að geta þess að minn félagsmaður hefur vegna þess að hann er að reka þungt heimili þurft að taka mikið af aukavöktum til að framfleyta sér og sinni fjölskyldu og hefur því unnið með öllum vakthópum í steypuskálanum.“

Vilhjálmur segist því líka finna til með samstarfsfólkinu sem upplifi nú eðlilega depurð og ótta. Hér sé um að ræða uppsögn sem sé óskiljanleg, ósanngjörn og fyrir neðan allar hellur. Vinnuveitendur eigi að koma fram af sanngirni og virðingu þegar svona þungbærar ákvarðanir eru teknar. Vilhjálmur reyndi að fá uppsögninni hnekkt en tókst það ekki og ákvað því að vekja athygli á málinu, enda algjörlega misboðið og er það ekki í fyrsta sinn sem uppsögn á vegum Norðuráls misbýður með þessum hætti. Vinnuveitendur sem fari fram með þessum hætti standi fyrir óttastjórnun og slíkt geti ekki endað með öðru en skipsbroti, því það er fólkið sem skapar hagnað fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“