fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Strandaglópur í þriðja sinn – „Ég er búinn að vera mjög óheppinn með flug“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. október 2023 22:00

Walters hefur ekki verið mjög heppinn með flug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingur að nafni Coun Andrew Walters hefur í þrígang lent í að verða strandaglópur vegna heimssögulegra viðburða. Hann var fastur ásamt eiginkonu sinni og átta börnum í Jerúsalem, höfuðborg Ísraels, eftir að átök brutust út á milli Hamas liða og Ísraelshers þann 7. október.

Walters er Breti, búsettur í Salford sem er bær í útjaðri Manchester borgar. Auk þess að vera lögfræðingur gegnir hann stöðu bæjarfulltrúa í Salford. Walters og fjölskylda hans eru gyðingar.

Blaðið Manchester Evening News greinir frá því að fjölskyldan hafi flogið fyrir skemmstu til Ísrael til að vera viðstödd hátíðina Yom Kippur. En í Ísrael búa tengdaforeldrar hans.

„Það lítur út fyrir að ég komist ekki aftur heim,“ sagði Walters við blaðið á fimmtudag. Fluginu hans til Verona á Ítalíu hafði þá verið aflýst en þaðan ætlaði hann að fljúga heim til Bretlands.

Fjöldi útlendinga hafa átt í erfiðleikum með að komast frá Ísrael eftir að átökin hófust. Þar á meðal um 60 þúsund Bretar. Íslensk stjórnvöld sendu vél til Jórdaníu til að sækja um 120 Íslendinga sem voru í landinu. En þeir þurftu að ganga yfir landamærin.

Tvíburaturnarnir og Eyjafjallajökull

Það sem gerir sögu Walters athyglisverða er að hann hefur í tvígang áður orðið strandaglópur vegna heimssögulegra atburða.

Í fyrra skiptið var það vegna árásanna á tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001. En þá lá allt flug í Bandaríkjunum niðri um tíma. Í seinna skiptið mátti Walters sitja fastur vegna móðunnar frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. En flugumferð í Evrópu raskaðist mjög vegna hennar.

„Ég er búinn að vera mjög óheppinn með flug,“ sagði Walters.

Flugskeytin fljúga yfir

Walters hefur séð fjölda flugskeyta fljúga yfir íbúð tengdaforeldra sinna. „Fólk er að lenda í vandræðum með að komast úr landinu og þurfa oft að bíða í meira en 10 klukkutíma á flugvellinum, sem hljómar hræðilega en ég er tilbúinn að gera það,“ sagði hann.

Lýsti hann ástandinu í landinu sem hryllingi.

„Það sem ég er búinn að sjá er hræðilegt,“ sagði Walters. „Flugskeyti fljúga hérna yfir. Þetta er eins og mamma mín lýsti loftárásunum í seinni heimsstyrjöld. Þetta er hryllilegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo