fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ríkisstjórnin heldur ótrauð áfram – Ekkert útilokað í ráðherrakapli

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. október 2023 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu í dag vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur upplýst Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðuna og gerir ráð fyrir að það verði boðað til ríkisráðsfundar um helgina þar sem gengið verður frá þessu formlega.

„Við erum mjög heil um það að halda samstarfi þessarra þriggja flokka áfram en auðvitað þurfum við að gefa okkur smá tíma til að fara yfir stöðuna eftir svona stórtíðindi,“ segir Katrín. Hún segir ákvörðunina virðingarverða en vitaskuld hafi hún áhrif á stjórnarsamstarfið.

Nú þurfi tíma til að ákveða næstu skref. Katrín segir ekkert útilokað hvað ráðherrastólaskipti varðar, hvort sem það yrði á milli flokka eða innan þeirra.

„Ég get sagt það óhikað að við erum sammála um að ríkisstjórnin standi frammi fyrir stórum verkefnum sem við erum í miðjum,“ segir Katrín. „Það er að segja vegna stöðu efnahagsmála, að ganga frá þeim aðgerðum sem við höfum boðað í ríkisfjármálum til að styðja við peningastefnuna þannig að það skapist hér forsendur fyrir því að lækka vexti og verðbólga gangi niður í aðdraganda kjarasamninga sem eru framundan.“

Bjarni hafði upplýst Katrínu

Katrín segist hafa vitað af afsögn Bjarna eftir samtöl við hann.

„Bjarni hafði upplýst mig áður og við höfðum átt samtöl þegar ljóst var að þetta álit var á leiðinni. Þetta er mjög stór ákvörðun og sýnir einbeittan vilja ráðherrans til að axla ábyrgð á þessari framkvæmd eins og hann hefur áður sýnt í verki eins og þegar hann ákvað að birta lista yfir kaupendur á sínum tíma,“ segir Katrín.

Enn einn áfellisdómurinn yfir bankasölunni

Aðspurð um hvort að álitið sé áfellisdómur yfir bankasölunni segir Katrín að það sé afgerandi þó að Bjarni geri athugasemdir við það og virði það.

„Það liggur fyrir að á þessari sölu voru ýmsir annmarkar,“ segir Katrín. „Það kom fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og í skýrslu Seðlabankans. Álit Umboðsmanns fjallar um enn einn þáttinn í þessu og það liggur algjörlega ljóst fyrir að þetta fyrirkomulag þarf að taka til heildstæðrar endurskoðunar. Eins og ég hef áður sagt verður ekki ráðist í frekari sölu á eignarhlutum í bönkum fyrr en þetta hefur allt verið skoðað í grunninn og tekið til endurskoðunar.“

Aðspurð um hvort álitið hafi verið það stórvægilegt að Bjarni hafi þurft að segja af sér segir Katrín að þetta sé hans mat. Hún telji það rétt og virði það.

„Ég tel að þetta mat hans sé rétt. Ekki síst til að skapa frið um störf fjármálaráðuneytisins og nýs fjármálaráðherra,“ segir hún.

Ekkert hægt að segja um Svandísi

Hvað hugsanlegt álit Umboðsmanns um stjórnsýslumeðferð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra á hvalveiðum vill Katrín hins vegar segja sem minnst. Erfitt sé að tala um slíkt í viðtengingarhætti.

„Ég heyri miklar vangaveltur um það. Við vitum ekkert hvort að eitthvað slíkt álit kemur né heldur hvað það muni innibera,“ segir Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði