fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Jón Ingvar krefst miskabóta og bóta vegna vangoldinna launa frá Innheimtustofnun sveitarfélaga

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. október 2023 12:00

DV hefur fjallað ítarlega um mál Innheimtustofnunar síðan árið 2019.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stofnuninni fyrir dóm. Krefst hann bóta vegna ólöglegrar brottvikningar.

Málið verður tekið fyrir á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Upphæðin fæst ekki uppgefin að svo stöddu en meginuppistaðan í bótakröfu Jóns Ingvars er vegna vagngoldinna launa. En einnig krefst hann bóta vegna brota á ýmsum samningum sem hann var með í gildi gagnvart stofnuninni.

Þá krefst hann einnig miskabóta vegna þess hvernig staðið var að brottrekstrinum.

Jón Ingvar hefur kvartað til Persónuverndar vegna þess að Innheimtustofnun fletti upp gögnum um hann í gangakerfum Skattsins. Það vill hann meina að sé ólöglegt.

Hann hefur hins vegar ekki kært stofnunina fyrir þetta til Héraðsdóms og eru þessar meintu ólöglegu uppflettingar ekki hluti af kröfugerð málsins. Þær gætu hins vegar komið til tals í þinghaldinu sem hluti af gögnum málsins.

Löng saga hneykslismála

Undanfarin ár hefur verið ítrekað fjallað um ýmis hneykslismál tengd Innheimtustofnun sveitarfélaga í fjölmiðlum, en meginhlutverk stofnunarinnar er innheimta meðlagsgreiðslna. Í umfjöllun DV frá árinu 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn hefðu sagt frá einelti, andlegu ofbeldi, yfirgangi gegn konum, ógnarstjórnun og undarlegum afskipti af einkalífi starfsfólks.

Á þessum tíma var Jón Ingvar forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður.

Eftir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi stofnunarinnar var allri stjórninni skipt út og Jón Ingvar og Bragi sendir í leyfi í desember árið 2021. Í apríl árið 2022 voru þeir svo reknir úr starfi. Uppgefin ástæða voru alvarleg brot í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots.

Sjá einnig:

Innheimtustofnun sveitarfélaga sökuð um niðurlægjandi framkomu í garð meðlagsgreiðenda

Síðar í sama mánuði voru þeir tveir og einn kerfisfræðingur stofnunarinnar handteknir í tengslum við lögreglurannsókn á hvort að stofnunin hafi úthýst innheimtuverkefnum til einkafyrirtækis Braga.

Segist gerður að blóraböggli

Í apríl síðastliðnum féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Innheimtustofnun sveitarfélaga var gert að greiða 19 milljónir króna vegna stórfellds kynbundins launamuns um margra ára skeið. Það er að gerðir hafi verið svokallaðir skúffusamningar við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar.

Eftir úrskurðinn sendi Jón Ingvar frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli í dómsmálinu af nýrri stjórn, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneytinu. Hann hafi enga aðkomu haft að dómsmálinu og aldrei verið kallaður til sem vitni.

Í sömu yfirlýsingu greindi hann frá því að hann væri að stefna Innheimtustofnun og hefði kvartað til Persónuverndar.

„Ég starfaði hjá stofnuninni og stýrði í yfir tvo áratugi með einstökum árangri. Nú er lag að linni. Einfaldast er að dómstólar klári þessi mál en ekki dómstóll götunnar sem getur gengið ómaklega fram,“ sagði Jón Ingvar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí