fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sólveig Anna segir Gabríel fáránlegan og eigi líklega erfitt með að lesa sér til gagns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 05:53

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ritaði pistil á Facebook í gærkvöldi þar sem hún veitist harkalega að fyrrum starfsmanni félagsins. Viðkomandi, Gabríel Benjamín, hafði betur fyrir Félagsdómi þegar dómurinn kvað upp þann dóm að uppsögn hans hjá Eflingu hafi verið ólögmæt.

Þetta fer greinilega illa í Sólveigu Önnu sem segir meðal annars í pistli sínum: „Þessi fáránlegi einstaklingur sendi mönnum útí bæ persónuleg skilaboð um að ég væri að ljúga þegar ég sagði frá alvarlegri og grófri ofbeldishótun sem ég varð fyrir frá samstarfsmanni hans. Allt sem ég sagði var „pjúra lygi“ samkvæmt þessum manni. Hann skrifaði snarbilaða níðgrein um mig síðasta vetur, uppfulla af grófum persónuárásum og lygum. Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum!”

Hún segir einnig að Gabríel hafi ítrekað sagt ósatt í fjölmiðlum um starfsemi skrifstofu Eflingar og hafi gert það til að skapa hræðslu hjá félagsfólki og til að breiða út áróður um að Sólveig og félagar hennar gætu ekki stýrt Eflingu.

„Meðal annars laug hann því að við gætum ekki greitt út sjúkradagpeninga til fólks, gætum ekki tryggt ein mikilvægustu réttindi félagsfólks. Hann sótti svo ekki einu sinni um starf aftur hjá félaginu, eins og allt starfsfólk var hvatt til að gera. Hversvegna? Jú, af því að hann trúði því að ég ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið (eða bjóða honum á fund til að horfa í augun á honum) sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru! Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofu-prinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakann skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið,“ segir hún.

„Annars virðist hann ekki skilja dóminn, enda er sennilega erfitt að lesa sér til gagns þegar að mikilmennskubrjálæðið er svona yfirþyrmandi. En ég kem því þá hér með á framfæri: Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt,” segir hún síðan að lokum.

Skjáskot af færslu Sólveigar Önnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“