fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Úkraínumenn verði að vera fyrri til

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Úkraínumenn ætla að hefja sókn gegn rússneska hernum í Úkraínu verða þeir að hefja hana áður en vorið kemur.

Per Erik Solli, sérfræðingur í varnarmálum ræddi um stöðu stríðsins við Norska ríkisútvarpið, NRK, og sagði að nú sé það í millistigsfasa þar sem lítið gerist í raun. Á nokkrum stöðum hafi stríðsaðilar náð að sækja smávegis fram en það séu árásir Rússa á innviði sem séu mest áberandi.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri á vígvellinum á síðasta ári en seint í haust hafi  sókn þeirra stöðvast.

Hann sagðist reikna með meiri hreyfingu á vígvelinum þegar vorið nálgast en nákvæmlega hvenær sé erfitt að spá fyrir um.

Hann sagði að á meðan kyrrstaða ríki á vígvellinum þá fái Úkraínumenn tíma til að fá ný vopn frá Vesturlöndum og þjálfa hermenn sína.

Hvað varðar næstu skref sagðist hann telja að Úkraínumenn muni hefja sókn á einhverjum tímapunkti og það besta sem þeir geti gert sé að gera öfugt við það sem Rússar reikni með. Markmiðið sé að koma á óvart.

Tormod Heier, prófessor við norska varnarmálaskólann, sagði að ef Úkraínumenn vilja hefja sókn sé best að hefja hana á meðan það er enn kalt og mikilvægt sé að þeir verði á undan Rússum að hefja sókn. „Svæðin eru stór og opin. Þegar þau frjósa er auðveldara að nota ökutæki með belti og fara um þessi svæði en þegar fer að þiðna að vori“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn