fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Óvenjuleg játning rússneskra yfirvalda – Mikil reiði í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 07:00

Rússneskir málaliðar í Bakhmut. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um það leyti sem árið 2023 gekk í garð skutu Úkraínumenn HIMARS-flugskeytum á skóla í Makiivka í Donetsk. Rússneski herinn notaði skólann sem bækistöð fyrir nýkomna herkvadda menn og einnig sem skotfærageymslu.

Rússar segja að sex HIMARS-flugskeytum hafi verið skotið á skólann og að þeim hafi tekist að granda tveimur þeirra áður en þau náðu alla leið. En fjögur hæfðu skólabygginguna og lögðu hana algjörlega í rúst með aðstoð skotfæranna sem voru geymd þar.

Úkraínski herinn segir að um 400 Rússar hafi fallið í árásinni og 300 særst.

Rússnesk yfirvöld tjáðu sig um árásina og mannfallið en afar sjaldgæft er að þau tjái sig um mannfall rússneska hersins í Úkraínu. Þau segja að 89 hafi fallið í árásinni. Sky News skýrir frá þessu.

Vangaveltur hafa verið uppi um að Úkraínumenn hafi komist á snoðir um að hermenn væru í byggingunni vegna farsímanotkunar þeirra. Að margir þeirra hafi hringt heim til að óska fjölskyldum sínum gleðilegs árs. Vitað er að Úkraínumenn fylgjast vel með símanotkun Rússa og hafa áður gert árásir byggðar á upplýsingum um farsímanotkun hermanna. Þetta var síðan staðfest í myndbandi sem rússneska varnarmálaráðuneytið birti.

Þeir tóku upp farsíma og hringdu heim til að óska gleðilegs árs – Það varð tugum ef ekki hundruðum að bana

Mikil reiði er í Rússlandi vegna málsins og hafa margir herbloggarar, stjórnmálamenn og fleiri krafist þess að þeim sem bera ábyrgð á þessum hörmungum verði refsað. Beinist reiðin aðallega að þeim sem tóku ákvörðun um að láta hermennina gista í skólanum.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur í málefnum Rússlands, sagði í kvöldfréttum TV2 í gærkvöldi að Rússar láti hermenn sína oft gista í skólum og öðru húsnæði í Úkraínu því kuldinn sé svo mikill að þeir geti ekki hafst við í tjöldum. Hann sagði að mikil reiði sé í Rússlandi vegna málsins og hafi hún nú brotist út hjá ættingjum herkvaddra manna. Það sé nýtt að reiðin sé farin að brjótast út hjá ættingjum hermanna.

Eins og fyrr sagði hafa herbloggarar og stjórnmálamenn látið reiði sína í ljós vegna málsins. „Það sem gerðist í Makiivka er hræðilegt. Hver fékk þá hugmynd að láta fjölda hermanna hafast við í húsi? Meira að segja auli hefði átt að sjá að stórskotaliðsárás myndi drepa marga og særa,“ skrifaði Erkiengillinn Spetznaz Z. Hann er rússneskur herbloggari með rúmlega 700.000 fylgjendur á Telegram.

Sergei Mironov, fyrrum forseti efri deildar rússneska þingsins, krafðist þess í gær að þeim embættismönnum verði refsað sem „leyfðu fjölda hermanna að vera í óvarinni byggingu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”
Fréttir
Í gær

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans
Fréttir
Í gær

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
Fréttir
Í gær

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi