fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Pútín sagður vera að breyta um taktík í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 08:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kreml situr ósáttur forseti og rífur í það litla hár sem enn er á höfði hans því eftir rúmlega tíu mánaða stríð í Úkraínu er her forsetans, sem heitir auðvitað Vladímír Pútín, víðsfjarri því að ná þeim markmiðum sem Pútín setti sér fyrir innrásina. Af þessum sökum hafa Rússar nú breytt um taktík í stríðsrekstri sínum.

Samkvæmt upplýsingum, sem Úkraínumenn hafa aflað sér, þá verður sprengjuregn, á borð við það sem hefur dunið á Kyiv að undanförnu, það sem bíður Úkraínumanna daglega.

Þegar árið var rétt hafið sendu Rússar sjálfsvígsdróna af stað, einhverskonar nýárskveðju til Úkraínu. Þetta var væntanlega bara forsmekkurinn af því sem koma skal að mati Úkraínumanna.

Úkraínska leyniþjónustan GUR telur að Rússar muni nú breyta um taktík og einbeita sér að árásum á Kyiv og austurhluta landsins. Dagbladet skýrir frá þessu.

Ástæðan fyrir breyttri taktík er auðvitað að hluta slæleg frammistaða Rússa á vígvellinum ein einnig spilar þarna inn í að vopnageymslur þeirra eru nánast tómar. Vegna þeirra hörðu refsiaðgerða sem þeir eru beittir af Vesturlöndum eiga þeir í erfiðleikum með að fylla á vopnageymslur sínar.

„Við sjáum áhrif efnahagslegra refsiaðgerða gegn Rússlandi. Þeir reyna að komast hjá þeim og flytja inn íhluti en það er ekki svo einfalt,“ sagði talsmaður GUR í tilkynningu.

Þetta þýðir að Pútín notar nú mikið af írönskum sjálfsvígsdrónum og gömlum flugskeytum gegn Úkraínu. En ný flugskeyti eru enn framleidd í Rússlandi að sögn talsmanns GUR sem sagði að brot úr flugskeytum, sem voru framleidd á síðasta ársfjórðungi 2022, hafi fundist. Þau séu send til hersveitanna um leið og þau koma úr framleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“