fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. janúar 2023 12:03

Jón Trausti og Frosti - Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kaldhæðnislegt, er fyrsta orðið sem kemur í huga mér þegar ég les nýjasta pistil hins frábæra blaðamanns Jóns Trausta Reynissonar, Þegar maður verður maðkur.“

Svona hefst færsla sem fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason birtir á Facebook-síðu sinni í dag en um er að ræða svar við pistli Jóns Trausta, blaðamanns og framkvæmdastjóra Heimildarinnar. Jón Trausti sagði meðal annars í pistlinum, sem birt var á Heimildinni í gær, að Frosti væri að beita grínistann Stefán Ingvar Vigfússon afmennskun. Í hlaðvarpsþætti sínum Harmageddon hafði Frosti kallað Stefán „hökulausan maðk“ og talað um að hann hefði „mjög gott af því“ að fá á kjaftinn.

Hægt er að lesa pistil Jóns Trausta í heild sinni á Heimildinni.

Frosti svarar fyrir sig í færslunni sem hann birti í dag. „Þar [í pistlinum] kemur hann með alveg eiturskarpa greiningu á því hvernig svar mitt við endurteknu netníði hafi ekkert með það að gera að bera hönd yfir höfuð sér, heldur sé eingöngu einhverskonar misnotkun á valdi mínu til að afmennska greyið grínistann sem vildi einungis fá að stunda netníð í friði.“

Þá segir Frosti að Stefán hafi skrifað um sig „óteljandi færslur“ á samfélagsmiðlum. „Þar sem hann veittist að persónu minni og mannorði áður en ég leyfði mér að svara honum í fyrsta skipti núna fyrr í þessari viku,“ segir hann.

„Samkvæmt Jóni Trausta gerðist ég svo ósmekklegur að sækja þar í smiðju Adolfs nokkurs Þýskalandskanzlara sem notaði þekktar aðferðir til að grafa undan tilverurétti fólks með því að uppnefna það maðka í ræðum og riti. Ekki nóg með það heldur minna aðferðir mínar líka á undanfara þjóðarmorðanna í Rúanda og ofsóknanna gegn Róhingjum í Myanmar. Geri aðrir betur.“

„Frásögn fyrrverandi kærustu minnar var ekki nema að litlum hluta rétt“

Frosti segir að Jón Trausti „stressi sig ekki jafnmikið á afmennskunni sem átti sér stað í hina áttina.“ Hann segir að gefið hafi verið út skotveiðileyfi á sig þegar fyrrverandi kærasta hans steig fram og sagði frá meintu andlegu ofbeldi af hans hálfu.

„Ég er einn þeirra sem hef að undanförnu mátt sæta því hlutskipti að vera andlag einhliða frásagnar fyrrverandi maka í sérstökum hlaðvarpsþætti sem gerir út á slíkar frásagnir. Slík hlaðvörp hafi notið mikilla vinsælda í íslensku samfélagi síðastliðin misseri og þykja mikið þjóðþrifaverk.“

Frosti segist ekki hafa tjáð sig um ásakanirnar sem á sig voru bornar í hlaðvarpsþættinum Eigin konur að öðru leyti en að biðjast afsökunar á tölvupóstum sem hann skrifaði í kjölfar sambandsslitanna sem áttu sér stað fyrir rúmum 10 árum. Þá segist hann hafa reynt að ná sáttum við sína fyrrverandi í gegnum fagaðila en að það hafi ekki gengið. Einnig segir hann að frásögn hennar hafi ekki verið „nema að litlum hluta rétt.“

„Ég hef ekki áhuga á að munnhöggvast við fyrrverandi kærustu á opinberum vettvangi og hef frekar farið þá leið að biðjast afsökunnar á mínum hlut og leita sátta í gegnum fagaðila. Þeim sáttaumleitunum hefur reyndar öllum verið svarað með skætingi enda algjör óþarfi að láta góða opinbera smánunarherferð fara til spillis. Mér hefur hingað til nægt að vita til þess að þeir sem þekkja málið vita að frásögn fyrrverandi kærustu minnar var ekki nema að litlum hluta rétt. En það er önnur saga.“

Ætlar ekki að biðjast afsökunar á að hafa „staðið upp gegn ofbeldi netníðinga“

Að lokum skýtur Frosti á Jón Trausta og Heimildina fyrir að vera í samstarfi með Eddu Falak, sem stýrir hlaðvarpinu Eigin konur. Stundin hóf samstarf með Eddu á síðasta ári en Stundin sameinaðist Kjarnanum í Heimildina í upphafi þessa árs.

„Það sem síðan er kannski kaldhæðnislegast í þessu öllu er að Jón Trausti Reynisson fer sjálfur fyrir fjölmiðli sem veitir þeirri manneskju skjól sem farið hefur fremst í flokki opinberra smánunarherferða, í hlaðvarpi þar sem þess er kyrfilega gætt að sjónarmið þeirra sem um er fjallað fá aldrei að koma fram.“

Frosti segist auðvitað vona að sér verði fyrirgefið að „fylgja ekki alltaf hjörðinni“ en að hann ætli ekki að biðjast afsökunar á því að hafa „staðið upp gegn ofbeldi netníðinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Edda Falak braut lög
Fréttir
Í gær

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“
Fréttir
Í gær

Harðar deilur Breta og Spánverja um Gíbraltar

Harðar deilur Breta og Spánverja um Gíbraltar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“

Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni