fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 05:43

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Bandaríkjanna, Þýskalands, Bretland, Póllands og fleiri ríkja um að senda skriðdreka til úkraínska hersins. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sagði á Telegram að þetta sé „enn ein augljós ögrunin“.

Hann sagði „augljóst að Washington reyni vísvitandi að stuðla að hernaðarlegum ósigri Rússlands“.

Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institute for Internationale Studier, sagði í samtali við TV2 að það sé vert að taka eftir þessum ummælum sendiherrans.

„Með hernaðarlegum ósigri á hann við sögulegan ósigur, afgerandi sigur yfir Rússlandi sem veltir rússnesku stjórninni og brýtur Rússland hugsanlega upp í minni ríki,“ sagði hann.

Hugmyndin um hernaðarlegan ósigur Rússlands sem raunverulegan möguleika eða afleiðingu af innrásinni hefur breiðst út eftir því sem liðið hefur á stríðið. Á Vesturlöndum telja margir að Rússland muni aldrei breytast og færa því rök fyrir að það verði að binda enda á hlutfallslega allt of mikil áhrif Rússa á alþjóðavettvangi. Sumir segja líklega, og ekki eins laumulega og áður, að það verði að sigra Rússland og koma því niður á hnén, eins og gert var við Þýskaland nasista og Japan í síðari heimsstyrjöldinni, til að hægt sé að endurreisa landið og aðlaga að umheiminum á nýjan leik. Þetta skrifað Leonid Bershidsky nýlega en hann skrifar skoðanagreinar fyrir Bloomberg.

Hansen sagði að hvort sem hernaðarlegur ósigur sé markmiðið eða ekki þá sé það eitthvað sem rússneskir leiðtogar óttast. Þeir hafi í nokkra mánuði tengt stríðið við stóru stríðin á borð við síðari heimsstyrjöldina. Þetta sé að þeirra mati barátta um tilvist Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast