fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 05:43

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Bandaríkjanna, Þýskalands, Bretland, Póllands og fleiri ríkja um að senda skriðdreka til úkraínska hersins. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sagði á Telegram að þetta sé „enn ein augljós ögrunin“.

Hann sagði „augljóst að Washington reyni vísvitandi að stuðla að hernaðarlegum ósigri Rússlands“.

Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institute for Internationale Studier, sagði í samtali við TV2 að það sé vert að taka eftir þessum ummælum sendiherrans.

„Með hernaðarlegum ósigri á hann við sögulegan ósigur, afgerandi sigur yfir Rússlandi sem veltir rússnesku stjórninni og brýtur Rússland hugsanlega upp í minni ríki,“ sagði hann.

Hugmyndin um hernaðarlegan ósigur Rússlands sem raunverulegan möguleika eða afleiðingu af innrásinni hefur breiðst út eftir því sem liðið hefur á stríðið. Á Vesturlöndum telja margir að Rússland muni aldrei breytast og færa því rök fyrir að það verði að binda enda á hlutfallslega allt of mikil áhrif Rússa á alþjóðavettvangi. Sumir segja líklega, og ekki eins laumulega og áður, að það verði að sigra Rússland og koma því niður á hnén, eins og gert var við Þýskaland nasista og Japan í síðari heimsstyrjöldinni, til að hægt sé að endurreisa landið og aðlaga að umheiminum á nýjan leik. Þetta skrifað Leonid Bershidsky nýlega en hann skrifar skoðanagreinar fyrir Bloomberg.

Hansen sagði að hvort sem hernaðarlegur ósigur sé markmiðið eða ekki þá sé það eitthvað sem rússneskir leiðtogar óttast. Þeir hafi í nokkra mánuði tengt stríðið við stóru stríðin á borð við síðari heimsstyrjöldina. Þetta sé að þeirra mati barátta um tilvist Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Í gær

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi