fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Hörmulegur fyrri hálfleikur gegn Brasilíu – „Daprasta varnarframmistaða sem ég hef séð hjá íslensku landsliði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 17:43

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Daprasta varnarframmistaða sem ég hef séð hjá íslensku landsliði,“ sagði Einar Örn Jónsson, þulur RÚV á HM í handbolta. Það er hálfleikur í síðasta leik Íslands í milliriðli á HM, en liðið er undir gegn Brasilíu, 18-22.

Íslenska vörnin hefur verið hörmuleg í fyrri hálfleik og markvarsla engin. Einnig hefur verið mikið um sóknarmistök, sérstaklega í hraðaupphlaupum. Kristján Örn Kristjánsson hefur leikið einna best fyrir liðið í hálfleiknum, en hann hefur skorað 4 mörk.

„Þessi vörn er ekki að ganga upp, ég hef verið þrjú ár að gagnrýna þetta,“ segir álitsgjafinn Logi Geirsson. Hann segir varnaruppstillingu liðsins vera mistök og það sé helsta orsök slakrar frammistöðu gegn liði sem ekki  er talið í heimsklassa.

„Þetta er bara rugl,“ segir Logi.

Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að litlu máli skipti hvað Guðmundur landsliðsþjálfari segi við leikmennina í hálfleik því hann hafi augljóslega lítil áhrif á þá. Hann nái ekki að tala í þá stemningu.

Logi er ósammála þessu og segir að ekkert vanti upp á baráttu leikmanna heldur sé um að kenna rangri stjórnun á liðinu og rangri varnartaktík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku