fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Fréttir

Fréttavaktin: Stórleikur kvöldsins, efnahagslífið og Sara Björk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. janúar 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, eru gestir kvöldsins í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.
Farið var yfir fréttir liðinnar viku, meðal annars veðrið, HM í handbolta, efnahagslífið og pistil Söru Bjarkar Gunnarsdóttur knattspyrnukonu sem vakti heimsathygli.
Ljóst er að strákarnir okkar í Svíþjóð á HM í handbolta hafa spilað stórt hlutverk í lífi landsmanna undanfarna daga. Sú veisla heldur áfram í kvöld þegar þeir keppa á móti heimamönnunum sjálfum, Svíum. Ísland verður að sækja stig í leiknum ætli það sér verðlaunasæti á mótinu að mati sérfræðinga.
„Mér finnst þetta náttúrulega vera hápunktur þessarar viku. Hvernig þeir eru að standa sig og þetta er búið að vera algjörlega einstakt,“ segir Þorgerður Katrín sem er nýkomin heim frá Svíþjóð en hún fylgdist með syni sínum og landsliðsmanninum, Gísla Þor­geiri Kristj­áns­syni, keppa fyrstu þrjá leiki liðsins.
Þorgerður Katrín er spennt fyrir leik kvöldsins. „Þetta er dagurinn til að fara í stríð finnst mér og taka það alla leið. Þeir eru búnir að spila frábærlega og þetta er jafnt lið og mikil breidd í liðinu og við erum að fara mæta núna liði sem að margir hafa spáð heimsmeistaratitli og eftir að hafa séð leik Svía á móti Króatíu. Þeir eru rosalega sterkir en ég hef mikla trú á mínum mönnum,“ segir Þorgerður Katrín en hún segir stuðningsmenn Íslands í Svíþjóð hafa verið eins og áttunda manninn á vellinum. Hún hafi aldrei upplifað annað eins.
Einar tekur undir með Þorgerði Katrínu og segir hóp Íslands á HM minna á hóp karlalandsliðsins í knattspyrnu sem keppti á EM í knattspyrnu 2016. „Höfuðið er vel skrúfað á þessa stráka.“

Helgarblaðið og hjólagarpar

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðsins, fer síðan yfir blað helgarinnar. Engin önnur en Jóhanna Guðrún Jónsdóttir prýðir forsíðu blaðsins að þessu sinni en hún opnar sig um nýja sambandið, barneignir og starfið. Það og margt fleira má lesa í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun. Blaðið má finna í öllum helstu verslunum, bensínstöðvum og sundlaugum.
Í lok þáttarins kíkjum við í heimsókn á Norðurland en þar hitti Helgi Jónsson hjólagarpinn Hauk Sigurðsson á Ólafsfirði. Team Rynkeby er hópur fólks á Íslandi sem hjólar til styrktar langveikum börnum og er hluti af norrænum hópi sem hittist í París á hverju ári og hjólar og hjólar. Þau eru búin að safna meira en 100 milljónum á Íslandi síðustu fimm ár.
Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga klukkan 18:30 á Hringbraut, frettabladid.is, dv.is og hringbraut.is. Þáttinn í fullri lengd má sjá hér að neðan.

Fréttavaktin 20. janúar 2023
play-sharp-fill

Fréttavaktin 20. janúar 2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Í gær

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Í gær

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Í gær

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Í gær

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Í gær

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“