fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn verða að klofa yfir lík félaga sinna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geisa mjög harðir bardagar um bæinn Soledar, sem er lítill bær nærri Bakhmut í Donets. Úkraínskar hersveitir verjast þar hörðum árásum Wagnerhópsins, sem er málaliðahópur sem starfar fyrir rússnesk yfirvöld.

Þetta segja úkraínskir embættismenn.

Soledar er um átta kílómetra norðaustan við Bakhmut sem Rússar hafa reynt að ná á sitt vald mánuðum saman. Það hefur þeim ekki tekist en mikið mannfall hefur orðið í þeirra röðum sem og hjá Úkraínumönnum. Bardagarnir þar eru hreinn skotgrafahernaður.

Snemma í gær tókst Úkraínumönnum að hrinda árás Wagnerliða við Soledar. Hanna Maljar, varavarnarmálaráðherra, skýrði frá þessu á Telegram. Hún sagði að þrátt fyrir mikið mannfall hafi Wagnerliðar fljótlega hafið nýja sókn.

„Óvinirnir verða bókstaflega að klofa yfir lík fallinna félaga sinna. Þeir nota stórskotalið, flugskeyti og sprengjuvörpur,“ skrifaði hún.

Yevgeni Prighozhin, sem er oft nefndur „Kokkur Pútíns“  hefur mánuðum saman reynt að ná Bakhmut á sitt vald og nú er röðin greinilega komin að Soledar. Hann varpaði ljósi á það um helgina af hverju hann hefur svona mikinn áhuga á að ná Bakhmut á vald Rússa.

„Kokkur Pútíns“ varpar ljósi á af hverju hann vill ná Bakhmut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Í gær

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix