fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Kynntu snjallar lausnir og aukna skilvirkni

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. september 2023 14:00

Erlendu fyrirlesararnir fjórir á viðburðinum voru með áhugaverð og fróðleg erindi um snjallar lausnir og aukna skilvirkni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo stóð fyrir viðburði í gær á Grand hótel þar sem rekstraraðilum var boðið á ráðstefnu með yfirskriftina: Stafrænar lausnir fyrir þinn rekstur. Á viðburðinum, sem var vel sóttur, var einnig sýningarsvæði þar sem snjallar lausnir og nýjungar fyrir vöruhús og verslanir voru kynntar sem auka skilvirkni, lækka kostnað og bæta yfirsýn á birgðahaldi.Mikill áhugi var meðal gesta á sýningarsvæðinu þar sem hægt var að kynna sér allt það nýjasta í handtölvu- og prentlausnum frá Honeywell ásamt raddstýringu í birgðahaldi, rafræna hillumiða frá einum stærsta framleiðanda í heimi í skjátækni ásamt lifandi Vusion Rail verðmerkingum sem eru nýjasta kynslóð rafrænna hillumiða þar sem hægt er að sýna stafrænt markaðsefni meðfram vörulýsingum og verðupplýsingum.

Sérfræðingar Origo í afgreiðslulausnum voru að sjálfsögðu á staðnum.

Dagskráin á ráðstefnunni samanstóð af áhugaverðum og fróðlegum erindum frá fjórum erlendum sérfræðingum innan geirans en Máni Arnarson hélt vel utan um gesti sem fundarstjóri.

Máni Arnarson fundarstjóri hélt vel utan um viðburðinn.

Ib Headley-Blythe, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Honeywell, fjallaði um aukningu í skorti á vinnuafli og vandann sem rekstraraðilar standa frammi fyrir þegar eftirspurn eykst í verslunum. Hann fjallaði um að nýta tæknina til að einfalda ferðalag vörunnar og knýja fram úkomu með handtölvu- og prentlausnum.

Vel var mætt á viðburðinn á Grand hótel. Hér hlusta gestir á Ib Headley-Blythe, framkvæmdastjóra stefnumótunar hjá Honeywell.

Kimmo Yli-Kokko, svæðisstjóri Norður- og Eystrasaltslanda hjá Honeywell Voice Solutions, talaði um lausnir í raddstýringu á lager og vöruhúsum, nákvæmni þeirra og öryggi sem lausnin veitir með handfrjálsum og augnfrjálsum búnaði fyrir starfsfólk.Fyrirlesarinn Lennart Diago, viðskiptaþróunarstjóri í Norður- og Eystrasaltslöndum hjá SES-imagotag var með erindi um upplifun viðskiptavina í verslunum með upplýsingar og markaðsefni á rafrænum hillumiðum og nýju byltingarkenndu lífandi hillumiðana þar sem er hægt að notast við skapandi markaðssetningu ásamt því að auka vörumerkjavitund.Að lokum fjallaði Martina Nilson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og sérfræðingur snjallboxa hjá Strongpoint um hagkvæmi og tímasparnað með snjallboxum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út