fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Kona missti stjórn á sér á Bus Hostel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 13:30

Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skapofsakast konu í anddyri Bus Hostel í Skógarhlíð þann 5. desember árið 2021 hefur dregið dilk á eftir sér því konan hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni.

Atvikið átti sér stað á aðfaranótt sunnudags. Konan, sem er á fertugsaldri, gerði sér lítið fyrir og sparkaði vinstra hné í bak lögreglumanns sem var við skyldustörf, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar í baki. Frá þessu segir í ákæru héraðssaksóknara.

Einnig segir að hún hafi hótaði lögreglumanninum lífláti í anddyri Bus Hostel og í lögreglubíl á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 5. september næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“