fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Íslensk erfðagreining segir höfuðstóra líklegri til að afla sér menntunar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 12:00

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að vísindamenn hjá fyrirtækinu, í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús, hafi fundið þrjátíu erfðabreytileika sem hafa áhrif rúmmál heilans. Einnig hafi meðal annars fundist fylgni á milli breytileikanna og menntunarstigs, taugaþroskaraskanna og taugasjúkdóma.

Í tilkynningunni kemur fram að þessari rannsókn var nýlega lýst í tímaritinu Brain Communications. Vísindamennirnir beittu víðtækri erfðamengisskimun til að leita breytileika með fylgni við rúmmál heila og tvöfaldaði skimunin fjölda slíkra breytileika og veitti nýja innsýn í líffræðina sem þar býr að baki.

Fylgni hafi fundist á milli breytileikanna og rúmmáls ákveðinna heilasvæða, menntunarstigs (e. educational attainment), taugaþroskaraskanna og taugasjúkdóma. Einstaklingar með Parkinsons sjúkdóm hafi stærri heila og einstaklingar með ADHD minni heila, en þeir sem ekki hafa þessa breytileika.

Í tilkynningunni segir að vísindamennirnir hafi sýnt fram á með mendelsku slembivali að breytileikar, sem stuðla að auknu rúmmáli heila, stuðla beint að Parkinsons sjúkdómi, og minnka líkur á ADHD. Niðurstöður annarra sem einnig hafi beitt mendelsku slembivali hafi bent til marktækra áhrifa breytileika, sem hafa áhrif á námsárangur, á Parkison sjúkdóminn. Niðurstöður þessarar rannsóknar bendi til þess að aukið heilarúmmál sé líklegri skýring á aukinni áhættu á Parkinson sjúkdómi en að rekja megi hana til menntunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“