Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglu við íbúðarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði. Mbl.is greinir frá þessu.
Svo virðist sem um einhvers konar umsátur sé að ræða en viðbúnaðurinn er vegna manns sem sagður er hafa ógnað nágranna sínum.
Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, segir í samtali við mbl.is að um sé að ræða mann sem glími við alvarleg andleg veikindi. Lögregla var kölluð til eftir að hann braut rúður í húsinu og ógnaði fólki með hnífi.
Skúli segir að nágrönnum standi ekki lengur hætta af manninum. Sérsveitin vinnur að því að ná til mannsins en hann heldur sig í íbúð sinni.