Dagurinn hefur verið rólegur í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tillkynningu. Nokkur fréttnæm mál hafa þó komið upp:
Einn maður var handtekinn, sagður víðáttuölvaður, og braut hann rúðu í lögreglubílnum. Var hann vistaður í fangaklefa.
Maður ók í gegnum girðingu á flugvellinum í Reykjavík og endaði í mýrinni. Reyndist ökumaður óslasaður eftir þetta ævintýri.
Tilkynnt var um mann sem ógnaði konu með hnífi. Hann fannst stuttu síðar og var handtekinn vegna málsins. Málið í rannsókn.