fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Kristján Þorvaldsson er látinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. ágúst 2023 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þorvaldsson, ritstjóri og fjölmiðlamaður, er látinn, sextugur að aldri. Hann varð bráðkvaddur sunnudaginn 6. ágúst á Lálandi í Danmörku. Vísir.is greinir frá þessu og hefur eftir tilkynningu frá aðstandendum.

Kristján fæddist þann 4. maí árið 1962 á Fáskrúðsfirði. Hann var yngstur fjögurra systkina, sonur hjónanna Þorvaldar Jónssonar og Oddnýjar Aðalbjargar Jónsdóttur. Hann ólst upp á Fáskrúðsfirði þar til hann flutti til Reykjavíkur til náms við Menntaskólann við Sund.

Kristján starfaði við fjölmiðla áratugum saman og var t.d. um langt skeið ritstjóri hins vinsæla tímarits, Séð og heyrt. Hann ritstýrði fleiri tímaritum og var um skeið útvarpsmaður í dægurmálaútvarpi Rásar 2.

Kristján skrifaði ævisögu stjórnmálamannsins Guðmundar Árna Stefánssonar: Hreinar línur, sem kom út árið 1994.

Kristján bjó síðustu æviárin á Lálandi í Danmörku. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, tvö börn, tvö stjúpbörn og sjö barnabörn.

DV sendir öllum aðstandendum Kristjáns innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti