fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

BBC-hneykslið – Nafngreinir eiginmann sinn sem hinn þjóðþekkta einstakling sem talinn var hafa brotið á ungmenni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 18:09

Huw Edwards

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huw Edw­ards sjónvarpsmaður BBC hefur verið nafn­greind­ur af eiginkonu sinni sem þjóðþekkti einstaklingur breska ríkismiðilsins sem greiddi háar fjár­hæðir fyr­ir kyn­ferðis­leg­ar mynd­ir af ung­menni, allt frá því það var 17 ára. Eig­in­kona Edw­ards, Vicky Flind, sendi fyrr í dag út yfirlýsingu fyrir hönd eiginmanns síns, en Edwards sem er 61 árs gamall hefur starfað hjá BBC í tæpa fjóra áratugi, frá árinu 1984. Hann er einn af hæst launuðustu starfs­mönn­um BBC, árið 2022 mun hann hafa fengið 440 þúsund pund í laun, eða um 75 millj­ón­ir króna. 

Á sunnudag birtist viðtal við móður ungmennisins í breska miðlinum The Sun, og í gær steig annað ungmenni fram með yfirlýsingar um ósæmilega hegðun Edwards. Segir Flind í yfirlýsingu sinni að síðustu dagar hafi verið henni og fjölskyldu hennar einstaklega erfiðir. Segir hún að Edwards glími við geðræn vandamál og hafi síðustu ár leitað sér aðstoðar vegna alvarlegs þunglyndis. 

„Ég stíg fram með opinbera yfirlýsingu aðallega vegna áhyggna af andlegri velferð eiginmanns míns og til að vernda börnin okkar. Huw dvelur nú á sjúkrahúsi þar sem hann fær meðferð um ótiltekinn tíma,“ segir Flind, en hjónin eru búsett í London ásamt fimm börnum þeirra. Hún biður jafnframt um að fjölskyldan fái frið vegna málsins og segir hún atburði síðustu daga hafa gert illt verra. „Þegar hann verður nógu hraust­ur ætl­ar hann að bregðast við ásök­un­um sem hafa verið birt­ar.“ Segir hún að eiginmaður sinn hafi fyrst vitað af ásök­un­um á fimmtu­dag þegar The Sun sam­band við fjöl­miðlaskrif­stofu BBC vegna viðtals­ins við móður ungmennisins.

Breska lög­regl­an greindi frá því fyrr í dag að mál Edwards yrði ekki rannsakað þar sem eng­inn glæp­ur hafi átt sér stað. BBC mun hins veg­ar rann­saka málið inn­an­húss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu