fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Vara fólk við að fara upp að gosstöðvum – Áhrifavaldur með gasgrímu var fljótur á vettvang

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júlí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá neinum að gos er hafið á Reykjanesi, í þriðja sinn á um tveimur árum. Staðsetning gossins er austan Litla-Hrúts, í lítilli dæld sem talin er vera um 200 metra löng, og er vísindafólk eá leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á svæðinu. „Ekki leggja af stað fyrr en búið er að tryggja að svæðið sé öruggt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá er tilgreint að leiðin um Höskuldarvelli verður lokuð á meðan mat er lagt á stöðuna.

Í tilkynningu Veðurstofunnar kemur fram að gangan að gosinu sé löng og landslagið krefjandi og því eru fólk hvatt til þess að bíða átekta og fylgja fyrirmælum Almannavarna.

Full ástæða er til enda þegar farið að bera á því að fólk sé á svæðinu. Einn af þeim var ónefndur áhrifavaldur sem var mættur að gosstöðvunum með gasgrímu yfir vitum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“