fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Loka gosstöðvunum vegna ,,lífshættulegrar gasmengunar”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júlí 2023 21:44

Eldgosið Litla-Hrút Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samráði við vísindamenn og sóttvarnalækni, hafa ákveðið að loka fyrir aðgang að gosstöðvunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. „Næstu klukkustundir er líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við,“ segir í tilkynningunni. Unnið sé að því að auðvelda aðgengi að eldstöðvunum þegar dregið hefur úr gasmengun.

Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV kl.19 að töluverður fjöldi fólks hafi ætlað að ganga upp að gosstöðvunum þrátt fyrir viðvaranir almannavarna. Um dágóðan spöl er að ræða eða 9 kílómetra. Þeir sem eru á leiðinni eru beðnir um að snúa við hið snarasta.

Gosið er kraftmeira en gosin þar á undan en gossprungan er hátt í kílómetri að lengd.  Hraunið rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Telja vísindamenn að  hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna