fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Bróðir Ingu er einn þeirra sem hafið hefur tekið – „Hafið er gjöfult og hafið er grimmt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. júní 2023 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bróðir Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins, fórst á sjó sumarið árið 1988, aðeins 31 árs að aldri. Hún minnist hans í dag í tilefni af Sjómannadeginum, en sjórinn hefur spilað stórt hlutverk í lífi fjölskyldu hennar.

„Einu sinni var ég barn eins og við öll. Það undarlega við það er að mér finnst alls ekki langt síðan. Minningarnar eru flöktandi en þegar ég var heima á Ólafsfirði að alast upp var pabbi á sjó. Ég man helst eftir honum á trillunni sinni Félaganum eins og hann hét. Sjálfur hefur hann sagt mér frá Freymundi og þeim góðu vinum sem um tíma áttu litlu útgerðina með honum.“

Inga segir að á þeim tíma hafi ekki verið að finna boð eða bönn og mátti pabbi hennar sigla trillunni sinni litli hvenær sem honum datt slíkt til hugar.

„Dagurinn var langur hjá pabba sem kom örþreyttur heim af sjónum um kvöldmat. Þá búinn að landa fiskinum sem hann fékk. Ég spurði alltaf hvað veiddirðu mikið í dag pabbi þrátt fyrir að hafa lítið vit á því. Ég man hvað hann var ofurglaður þegar hann sagðist hafa fengið 1000 pund eða meira.“

Á meðan hafi móðir Ingu verið í landi þar sem hún stóð vaktina með börnin og undirbjó mann sinn undir sjóinn.

„Vaknaði um miðja nótt og tók til kjanragott nesti í hvíta stóra trékassann hans. Ef vel viðraði var lagt í’ann fljótlega eftir miðnætti. Þegar Helgi bróðir hafði aldur til fór hann á sjóinn með pabba.“

Og þannig hafi tíminn týnst. Pabbi Ingu er nú á 93. aldursári og er orðinn lúinn og gleyminn. En bróðir Helgu er einn þeirra sem sjórinn tók og skilaði ekki til baka.

„Hafið er gjöfult og hafið er grimmt. Elsku hjartans bróðir minn elskaði hafið, hreinleikann og frelsið sem því fylgdi. En sjórinn svipti hann lífinu rétt rúmlega þrítugan. Eftir sátu ástvinir í sorgarsárum. Til minningar um elsku Helga bróðir minn, læt ég fylgja þessa fallegu mynd af honum sem tekin var skömmu fyrir dauða hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum