Eldur kviknaði í bát í Sandgerðishöfn í morgun og varð báturinn fljótt alelda. Kviknað hafði í sama bát í kringum miðnætti í nótt en þá virtist vera eldur í rafmagnstöflur í vélarrúmi, samkvæmt fréttastofu Vísis sem ræddi við Ómar Ingimarsson, deildarstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.
Víkurfréttir voru með beint streymi af vettvangi í morgun.
Nú hefur tekist að ráða niðurlögum eldsins og er slökkvilið að ljúka störfum. Meðfylgjandi myndir voru teknar rétt í þessu.