fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þetta eru 10 dýrustu einbýlishúsin á sölu í dag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. mars 2023 20:00

Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignir ganga kaupum og sölum, þar á meðal stórglæsileg einbýlishús. Þessi 10 einbýlishús eru þau dýrustu sem eru á sölu í dag samkvæmt fasteignavef DV.

10. Súlunes 27, Garðabæ – 195 milljónir króna.

Stærð 296,5 fm, þar af bílskúr 48,8 fm, byggt 1991.
Fallegt og rúmgott einbýlishús á tveimur hæðum með tveimur aukaíbúðum og tvöföldum bílskúr.

Eign skiptist í forstofu, gestasalerni, fataherbergi, gang/hol, stofu/borðstofu, glerskála, eldhús, hjónaherbergi, baðherbergi og þvottahús á efri hæð. Á neðri hæð er herbergi og óskráð rými sem er nýtt sem sjónvarpshol. Hluti neðri hæðar hefur verið nýttur sem aukaíbúð, er opið á milli í dag og nýtist sem hluti af húsinu en auðvelt að loka fyrir og nýta sem séríbúð. Skiptist í forstofu/gang, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Neðri hæð undir bílskúr er innréttuð sem íbúð og skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi.  Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

9.  Blikanes 8, Garðabæ – 198 milljónir króna.

Stærð 257 fm, þar af bílskúr 48 fm, byggt 1967.
Fallegt og vel skipulagt fjölskylduhús á einni hæð í Arnarnesinu. Eignin skiptist í setustofu/borðstofu, arinstofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi,  út frá öðru þeirra er útgengt út á veröndina á bak við húsið þar sem er stór timburverönd með heitum potti og útihúsi. Bílskúrnum hefur verið breytt í herbergi sem gengið er inn í  innan frá húsinu og  að utan er gengið inn í geymsla sem var stúkuð af fremst í bílskúrnum.  Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

7. – 8. Laugavegur 72, Reykjavík – 199 milljónir króna.

Stærð 231,3 fm, þar af bílskúr 37,3 fm, byggt 1901, bílskúr 1961.
Virðulegt og falllegt eldra einbýlishús á þremur hæðum, með góðu verslunarrými á fyrstu hæð, sem er með sér fastanúmer. Framhluti hússins er friðaður en bakhluti ekki. Sérstæður bílskúr á baklóð. Sér bílastæði baka til við húsið. Talsverðir möguleikar eru á að byggja við húsið að baka til. Einnig að byggja við bílskúr sem yrði íbúð með sér fastanúmeiri.

Eignin skiptist í; götuhæðin skiptist í verslunarrými, inn af því er lager, kaffistofa og snyrting. Miðhæð: tveir sér inngangar, stofa, borðstofa, herbergi, baðherbergi og stigagangur. Rishæð: stigi, fjögur herbergi, geymsla, snyrting og eldhús. Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

7. – 8. Austurgerði 5, Reykjavík – 199 milljónir króna.

Stærð 253 fm, þar af bílskúr 37,3 fm, byggt 1971.
Sérlega glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús með 90 fm þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi. Rúmgóður bílskúr með rafmagnshurðaopnara.

Eign skiptist í forstofu, forstofuherbergi, hol, borðstofu, eldhús, stofu, baðherbergi og þvottahús. Á herbergjagangi eru tvö svefnherbergi. Íbúð á neðri hæð skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, tvo svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

6. Kleifakór 19, Kópavogi – 227,5 milljónir króna

Stærð 357,9 fm, þar af bílskúr 42,4 fm, byggt 2006.
Glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum tvöföldum bílskúr.

Eign skiptist í anddyri, skrifstofu, baðherbergi, eldhús, borðstofu og stofu á efri hæð. Á neðri hæð er lesstofa, sjónvarpsrými, tómstundaherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús, geymsla og baðherbergi. Búið er að innrétta útigeymslu sem svefnherbergi. Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

5. Fróðaþing 25, Kópavogi – 235 milljónir króna.

Stærð 393,8 fm, þar af bílskúr 42,2 fm, byggt 2009.
Glæsilegt og bjart einbýlishús á tveimur hæðum með tveimur íbúðum báðar með sérinngangi á hornlóð.

Eign skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, hol/gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu/gestasalerni á efri hæð. Á neðri hæð er forstofa, hol/gangur, eldhús, stofa/borðstofa, tvo svefnherbergi, hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

4. Hraungata 10, Garðabæ – 250 milljónir króna.

Stærð 345,2 fm, þar af bílskúr 35,1 fm, byggt 2017.
Einkar glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum. Á jarðhæð er 120 fm íbúðarrými sem nýta má sem sér íbúð og eða sem hluta af húsi. 

Eign skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, eldhús, stofu og borðstofu á miðhæð. Á efstu hæð er fjölskyldurými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Á jarðhæð er opið alrými. Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

3. Huldubraut 46, Kópavogi – 267 milljónir króna.

Stærð 330,4 fm, þar af bílskúr 46 fm, byggt 1992.
Einbýlishús á tveimur hæðum á fallegri sjávarlóð með óhindrað útsýni yfir Fossvoginn og Skerjafjörðinn.  

Eign skiptist í eldhús, stofu, sex svefnherbergi, þrjú baðherbergi, þvottahús og geymslu. Á neðri hæð er 65 fm íbúð. Nánari upplýsingar hér

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

2. Dýjagata 16, Garðabæ – 298 milljónir króna.

Stærð 396,7 fm, þar af bílskúr 67,1 fm, byggt 2015..
Einbýlishús með þreföldum bílskúr. Auðvelt er að gera aukaíbúð á neðri hæð. Lóð er mjög stór eða 1.594 fm með byggingarrétt fyrir allt að 880 fm hús.

Eign skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, hjónaherbergi með baðherbergi, gestasnyrtingu og þvottahús á aðalhæð. Á efri hæð er pallur sem nýtist sem herbergi eða vinnu/skrifstofurými. Á neðri hæð er opið rými, svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er forstofa, eldhús, stofa, svefnherbergi og baðherbergi.  Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

1.Hólavallagata 11, Reykjavík – 350 milljónir króna.

Stærð 313,5 fm, þar af bílskúr 32,6 fm, byggt 1934.
Einbýlishús á þremur hæðum, húsið skiptist í þrjár íbúðir

Kjallaraíbúð skiptist í stofu, eldhús og baðherbergi, möguleiki er á þremur svefnherbergjum. Miðhæð skiptist í stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sólskála. Efsta hæð skiptist í stofu, borðstofu, sólskála, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala