fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Skuggalegt innbrot í Laugarásnum – „Þetta er mjög undarleg tilfinning“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. febrúar 2023 18:00

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innbrot var framið á heimili fjölskyldu í Laugaráshverfi í síðustu viku. Málið er að sumu leyti sérkennilegt, til dæmis að húsfreyjan fann þýfi úr öðru innbroti úr nágrenninu daginn eftir. Einnig að innbrotsþjófarnir eða -þjófurinn skildu eftir hamar á vettvangi.

Konan veitti DV viðtal en óskaði nafnleyndar og bað um að ekki yrði getið um nákvæma staðsetningu. Íbúar víðsvegar í póstnúmeri 104 lýsa öldu innbrota undanfarið, meðal annars í Sundunum.

Innbrotið, sem hér um ræðir, átti sér stað aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku og svaf fjölskyldan það af sér. Konan sá ummerki um hvað hafði gerst rétt eftir að hún fór á fætur. Þetta var skömmu áður en snjóa leysti í borginni og rakti hún fótspor í snjónum fyrir utan, að poka með fötum fjölskyldunnar sem þjófurinn hafði látið frá sér. Hann tók hins vegar fjölmargt annað sem hefur ekki fundist, m.a. rándýra Canadian Goose úlpu, Fjällräven bakpoka með skólabókum og gleraugum, tvær Cintamani úlpur, tvenna Adidas-skó, greiðslukortaveski með virkum kortum, box með virkum lyklum, dúnúlpur og fjölmargt meira.

Við sporarakninguna fann konan síðan verkfæratösku sem kom í ljós að var þýfi úr innbroti úr nærliggjandi götu sömu nótt. Einnig fann hún reiðhjól úr því innbroti.

„Ég held að menn verði kannski þreyttir af að bera, eða eitthvað er það, ég veit það ekki,“ segir konan aðspurð hvers vegna hún telji að þjófurinn eða þjófarnir hafi skilið eftir þýfi á víðavangi eftir innbrotin. Hún bendir jafnframt á að verkfærataskan sem hún fann hafi verið níðþung, sem ýtir undir þessa skýringu.

„Þetta er mjög undarleg tilfinning, ég hef ekki upplifað svona áður,“ segir konan um þá líðan sem hlýst af því að verða fyrir svo freklegri innrás á heimili sitt.

„Eitt skrýtið við þetta er að í skrifborðsstól hafði viðkomandi skilið eftir hamar sem ég við eigum ekkert í. Kannski átti að nota hann til að gera eitthvað…“

Lögregla kom á vettvang og málið er í rannsókn en konan hefur ekki fengið lögregluskýrsluna í hendur. Vegna rannsóknarhagsmuna baðst hún undan því að lýsa verksummerkjum hvað varðar það hvernig viðkomandi gæti hafa komist inn í húsið.

Í íbúahópi á Facebook greinir íbúi í Sundunum síðan frá því að hann hafi um sex-leytið, er hann kom heim úr vinnu, mætt innbrotsþjófi í dyrunum hjá sér þar sem hann hélt á bæði sjónvarpi og rafhlaupahjóli. Þjófurinn lagði frá sér þýfið og hljóp í butu. Málið er í rannsókn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu