Þetta sagði Joakim Paasikivi, yfirlautinant, um rússneska herbloggarann Igor Gikin í samtali við Aftonbladet.
Rússneskir herbloggarar eru þekktir fyrir að hvetja til enn harðari aðgerða í Úkraínu og enn meiri kúgunar. Í þessu samhengi gagnrýna þeir yfirstjórn rússneska hersins oft en ekki Pútín.
Þar til nú.
Igor Girkin, sem er með tæplega 800.000 fylgjendur á Telegram, birti í gær myndband þar sem hann talar beint um Pútín.
„Þegar staðan er alvarleg getur verið að Pútíns vilji flýja. Andlegt ástand hans getur gert að verkum að hann fyllist örvæntingu og láti af embætti til að bjarga lífi sínu, eins og Yanukovych,“ segir hann í myndbandinu.
Þarna líkir hann Pútín við Viktor Yanukovych, fyrrum forseta Úkraínu, sem var steypt af stóli 2014 og hefur verið í útlegð í Rússlandi síðan.
Stefan Ingvarsson, sérfræðingur hjá miðstöð austurevrópskra rannsókna, sagði að Girkin hafi farið yfir rauðu línuna um að ekki megi gagnrýna Pútín þegar hann líkti honum við Yanukovych.
Hann sagði hugsanlegt að Girkin hafi ekki verið handtekinn af ótta yfirvalda við að hann verði þar með einhverskonar píslarvottur. Einnig sé hugsanlegt að hann sé á mála hjá Kremlverjum og sé ventillinn fyrir öfgamenn og eigi að koma með harða gagnrýni á yfirstjórn hersins.