fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Spyr hvort fólk sé að bjóða barnaníðingum heim til sín

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Arnardóttir, BA-í sálfræði, veltir fyrir sér hvort landsmenn séu að bjóða barnaníðingum heim til sín með því að leyfa börnum sínum að nota samfélagsmiðla.

Samkvæmt nýlegri rannsókn Fjölmiðlanefndar sé meirihluti barna, 9 ára og eldri, með aðgang að samfélagsmiðlum, einum eða fleiri.

Ljóst sé að aðferðir til barnaníðs hafi þróast í takt við tímann og hafi slíkir níðingar nóg af berskjölduðum börnum til að velja úr.

„Internetið er miðdepill netmiðaðs barnaníðs og hafa á síðastliðnum árum orðið tækniframfarir í þeim aðferðum sem barnaníðingar nota sér til framgangs í lífinu, rétt eins og tækniframfarir hafa birst á öðrum sviðum mannlífs. Í ljósi nytsemi samfélagsmiðla mætti jafnvel tala um gullöld í aðgengi barnaníðinga að börnum,“ skrifar Stefanía í pistli sem birtist hjá Vísi í gær.

Hún bendir á að gerendur barnaníðs skiptist í tvo hópa. Þá sem framleiða, selja og deila barnaklámsefni og svo þá sem óski eftir því að nálgast slíkt efni eða leiti að börnum til að misnota.

„Internetið hefur gert barnaníðingum kleift að eiga samskipti sín á milli, sameinast í deilingu barnakláms og veita ráð um hvernig best sé að tæla börn. Athugið að barnaníðingar nota internetið og samfélagsmiðla eins og hver annar myndi gera með sín áhugamál. Og er það áhugamál barnaníðingsins að finna barn sem það getur tælt til kynferðislegra athafna, helst án nokkurra afleiðinga.“ 

Vinsælir miðlar notaðir til níðs

Á TikTok sé hægt að fara í svokallað Live Stream og þar geti barn komist í beint samband við ókunnuga. Inn á þessu Live Stream sé að finna barnaklámsefni og eins unglinga á miðlinum sem stundi kynferðislega athafnir gegn greiðslu.

„Ímyndaðu þér færni barnaníðings sem kemst í bein kynni við barn á Live Stream. Þar sem hann hefur andlit barnsins fyrir framan sig og athygli þess. Það eina sem þurfti til var aðgangur að Tiktok og forvitni. Nú getur níðingurinn, hvaðan sem er af heiminum, með kænsku, næmni og innsæi að vopni tælt barnið og fengið sínu fram.“

Snapchat sé svo annar miðill sem gjarnan sé notaður til að tæla börn og unglinga. „Eru börn að upplifa þar kynferðislega misbeitingu á öllum aldri“

Youtube sé vinælasti samfélagsmiðillinn og hafi jafnvel mjög ung börn aðgang að miðlinum til að horfa á teiknimyndir. Þar megi finna talsvert af klámfengnu efni.

„Í einhverjum tilfellum er um að ræða hefðbundnar teiknimyndir þar sem hljóð úr klámmynd hefur verið sett yfir upprunalega hljóðið.“

Af hverju ertum við að gefa barnaníðingum færi á börnin okkar?

Stefanía veltir upp þeirri spurningu hvað börn séu yfirhöfuð að gera á samfélagsmiðlum.

„Við erum að flækja líf þeirra að óþörfu með samfélagsmiðlum. Börn eru fullfær um samskipti án samfélagsmiðla. Barn getur fundið önnur börn með svipuð áhugamál án þess að það þurfi sjálft að tengjast samfélagsmiðli. […]

Börn eru áhrifagjörn. Langar þau iðulega að gera svipaða hluti og þau sjá aðra gera. Ef heimurinn þeirra sýnir þeim fáklædd börn og unglinga, kynferðislegt efni og ljót ummæli, verður klóki barnaníðingurinn nánast venjulegur fyrir þeim.

Afhverju erum við að gefa barnaníðingum yfir höfuð færi á börnin okkar með þessum hætti? Er ekki nóg að hafa augun opin fyrir dónakörlunum út í bæ, að það þurfi ekki að bæta alheiminum við?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“